Leita í fréttum mbl.is

Fullt hús á sögustund á Talisman

Veitingastaðurinn Talisman stóð fyrir sögustund á Skírdagskvöld þar sem Guðni Einarsson, Snorri1 Sturluson, Þóra Þórðardóttir og James hinn írski sögðu gestum sögur úr ýmsum áttum. Húsfylli var á Talisman og greinilegt að heimamenn kunna að meta slíkar þjóðlegar uppákomur.

Guðni Einarsson sagði frá eftirminnilegri ferð sinni til Nigeríu og sjóferðum á Sigurvon ÍS frá Suðureyri. Einnig sagði Guðni frá þeirri sérkennilegri iðju sem krakki að hlaupa í gegnum húsið hennar Betu gömlu til að stytta sér leið niður í þorpið. Var mikið hlegið af þeirri frásögn. Snorri Sturluson sagði frá Grænlandsferð sem taflfélagið Hrókurinn fór í og flutti margar vísur og limrur. Einnig sagði Snorri frá strandi breska togarans Talisman við Keravíkina í Súgandafirði sem var átakaleg11 frásögn og eftirminnileg. Þóra Þórðar sagði m.a. frá mannlífi við Þverá í Staðardal sem var lítið kot úr Bæjarlandi undir hjöllunum þar sem Sunddalsá rennur. James hinn írski, eins og hann er kallaður á Suðureyr,i sagði þjóðsögu frá írsku smáfólki eða álfum en þess má geta að James er mannfræðinemi og dvelur hann á Suðureyri í 6 mánuði til að kynnast heimamönnum, atvinnulífi, menningu og sögu staðarins.

Góður rómur var gerður að sögunum og gestir hlustuðu af áhuga og þökkuðu fyrir sig með lófaklappi. Þarna skapaðist góð stemning utan um sagnarlistina sem hefur fylgt Íslendingum í hundruð ára. Jón Arnar Gestsson, vert á Talisman, þakkaði í lokin sögufólki og gestum fyrir komuna og sleit formlega fyrsta sögukvöldi á Talisman sem verður vonandi endurtekið.

Fleiri ljósmyndir frá sögukvöldinu er að finna á eftirfarandi tengli á myndaalbúmið á forsíðunni:

http://sudureyri.blog.is/album/sogustund_a_talisman_2010/

Texti og myndir: Róbert Schmidt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mikid hefur tetta verid skammtilegt kvöld á Talismanum.

Gód hugmynd med svona sögukvöld.Ekki skemmir svona skemmtilegt frásagnarfólk sem Gudni,Tóra og Snorri eru ,med sagnarlistina frá náttúrunnarhendi.

Bestu kvedjur í Fjördinn.

Gudrún Hauksdótttir, 3.4.2010 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband