Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Skipverjar á Þerney RE gáfu milljón til Mæðrastyrksnefndar

Súgfirðingurinn og skipstjórinn á Þerney RE, Kristinn Gestsson, og aðrir skipverjar afhentu í gær TherneyMæðrastyrksnefnd eina milljón króna til styrktar starfi hennar. "Við erum búnir að safna okkur upp ferðasjóði í nokkur ár sem við höfðum hugsað okkur að nýta í ferðalög þegar skipið færi í slipp," segir Kristinn Gestsson skipstjóri.

"Svo dynja þessi ósköp yfir í haust og þá fórum við að endurmeta okkar áætlanir og hugsuðum að það væri kannski ágætt að sýna frekar samstöðu með fólki sem þyrfti á því að halda." Því var ákveðið einrómi að hætta við allar ferðaáætlanir í bili en leggja í staðinn stærsta hluta sjóðsins í gott málefni. "Það er leiðinlegt að leggjast í ferðalög þegar aðrir hafa það svona skítt, og við höfum fylgst með Mæðrastyrksnefnd í gegnum tíðina og því óeigingjarna starfi sem þar fer fram," segir Kristinn og vonar að aðrir feti í sömu fótspor.

"Við hvetjum alla til að sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum, smátt eða stórt, allt skiptir máli."
Heimildir: Morgunblaðið 27. nóvember 2008.

Þar höfum við það, strákarnir á Þerney RE eru gjafmildir og það er virðingarvert að gefa svona stóra upphæð til góðgerðarsamtaka eins og Mæðrastyrksnefndar, sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum. Ég vildi bara skella þessari frétt hingað inn þar sem hún tengist nokkrum Súgfirðingum um borð í Þerney RE sem þar starfa og svo veitir okkur ekkert af jákvæðum fréttum í kreppunni.

Ljósm: Bergþór Guðlaugsson

Kveðja

Róbert 

Myndir frá Sæluhelgi 2004

Ég var að hlaða inn 89 myndum frá Sæluhelginni á Suðureyri frá árinu 2004. Þar er að finna ansi Steini&Reynirmargar skemmtilegar myndir frá vel heppnaðri helgi eins og búist var við. Kíkið á Myndaalbúm eða smellið á eftirfarandi tengil:

http://sudureyri.blog.is/album/saluhelgin_2004/

Kveðja

Róbert

Fallegar myndir frá Súgandafirði og Vestfjörðum

Ég rakst á mjög góða ljósmyndasíðu á Netinu, reyndar á ljósmyndasíðunni Flickr og þar eru alveg magnaðar ljósmyndir frá Vestfjörðum, bæði af náttúru og mannlífi. Smellið á þessa slóð til að skoða myndirnar:

http://www.flickr.com/photos/druzli/page4/

2513942534_4b05872cc5















2515238801_30fca7f5b1















Ps. Ellert Guðmundsson sendi mér aðra slóð á fallegar ljósmyndir frá Súgandafirði:
http://www.flickr.com/photos/fridgeirsson/2960400614/

Með kveðju

Róbert
robert@skopmyndir.com

Gamlar myndir frá Sr Jóhannesi Pálmasyni

Séra Jóhannes Pálmason prestur í Súgandafirði var mætur maður og tók virkan þátt í að efla Brunabillinn, Berti Pals, Leo Pals og Gudjonfélagsstörf og menningu íbúa á Suðureyri og nærsveitum. Jóhannes skildi eftir sig verðmætan myndabanka sem hægt er að finna á netinu. Ég hef sett nokkrar myndir hans frá Súgandafirði hér á síðuna til að hafa gamla tímann með bæði til fróðleiks og skemmtunar. Það er hreint yndi að skoða þessar myndir og á þeim eru mörg þekkt andlit.

Meðfylgjandi mynd er frá stórbrunanum í Fiskiðjunni Freyju (eða Ísver) en þar má sjá bræðurna Friðbert og Leó Páls ásamt slökkvistjóranum Guðjóni Jónssyni. Eins og sjá má er slökkvibíllinn ansi rýr en vel keðjum búinn.

Hér er myndabankinn hans Sr Jóhannesar:
http://sudureyri.blog.is/album/myndir_fra_johannesi_palmasyni/


Kveðja

Róbert
robert@skopmyndir.com

Gölturinn úr hafinu rís

Fjallið Göltur sem stendur í mynni Súgandafjarðar er æði formfagurt og undir klettabeltinu stendur Sud 32Galtarbærinn, einmanna og veðurbarinn en með sína löngu sögu. Gölturinn er 445 metrar að hæð og margir Súgfirðingar hafa gengið á hann og uppskorið einstakt útsýni yfir fjörðinn og gjöful fiskimiðin fyrir utan. Meðfylgjandi mynd tók undirritaður 6. nóvember þegar hann rölti til rjúpna á brúnunum fyrir ofan Stað. Það er sagt að Súgfirðingar séu allir sem einn stoltir af Geltinum og ófáir hafa ort um hann ljóð og vísur. Gaman væri að fá frá lesendum slíkt efni hafi þeir það í fórum sínum.

Kveðja

Róbert
robert@skopmyndir.com

Rauðmagar í reyk

Eins og margir vita var óvenjugóð rauðmagaveiði í Súgandafirði í sumar. Heildarveiðin var líklega í Sud 19kringum 4.000 stk en þeir sem voru hvað harðastir í bransanum voru þeir Valgeir Hallbjörnsson, Guðbjörn Kristmansson og Egill Kristjáns. Ölli og co náðu líka nokkuð af rauðmaga. Þegar ég var staddur í minni heimabyggð í sl viku, rakst ég á þá Bjössa Kristmans og Egil Kitt í hjallinum hans Bjössa þar sem þeir voru að setja rauðmaga í fiskikar sem síðan færi til Bolungarvíkur í reyk. Fyrri helmingurinn sem þeir settu í reyk hjá aðila á Suðureyri misfórst eða um 6-700 stk. Einnig voru þeir búnir að þurrka hrís og mosa í poka sem fylgdi með rauðmaganum í Víkina.

Það er skemmtilegt að sjá hvað þessir karlar eru duglegir að dunda sér við sjóinn, hvort sem það er Sud 14við veiðar eða verkun. Þeir viðhalda hefðinni og standa sig vel enda með allt á hreinu.

Róbert

Flóð drap fé í Staðardal

Súgfirðingar fengu veturinn með látum í október en þá kyngdi niður snjó í marga daga og um tíma Sud 12var kolófært í þorpinu. Snjórinn náði víða uppá miðja húsveggi og Bjarni gröfukall hafði í nógu að snúast við að halda götum greiðum. Að sögn Bjarna, hefur ekki snjóað svona mikið í október síðan snjóflóðið féll á Flateyri hér um árið.

Karl Guðmundsson bóndi í Bæ sagði að hann hefð misst 21 kind og 3 hrúta í miklu flóði sem kom úr Vatnadal. Snjókoman og skafrenningurinn í óveðrinu í október stíflaði ána fyrir innan Bæ og þegar hlánaði, brast stíflan og mikið flóð flæddi yfir túnin með þeim afleiðingum að kindurnar drukknuðu. Þorvaldur Þórðarson bóndi á Stað missti eina kind í flóðinu. Í sl viku hefur snjóinn tekið verulega upp og er svo að segja snjólaust í firðinum þegar þetta er ritað. Sud 13

Kveðja

Róbert

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband