Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Siggi á Lukku Ís með 88 kg stórlúðu

Siggi Odds á Lukku ÍS 357 hefur verið að leggja haukalóðir hér fyrir utan firðina s.l. daga og vikur og88 kg Halibut 207 cm I hann uppskar væna stórlúðu í morgun þegar hann snaraði inn fyrir borðstokkinn 207 sm lúðu sem vó 88 kg. Lúðan mældist jafnframt 102 sm á breiddina. Í fyrra náði Siggi í ágæta lúðu sem var í kringum 40 kíló sem myndi líta út eins og koli við hliðina á þessari sem hann landaði í dag. "Jú, þetta er ágæt lúða og talsvert stærri og þyngri en ég bjóst við. Það var ekkert stórmál að ná henni inn fyrir en ég missti eina góða um daginn sem náði að slíta sig lausa undir bátinn rétt áður en hún kom á yfirborðið", sagði Siggi.

Haukalóðirnar leggur hann á ákveðna bletti sem hafa gefið stórlúður og svo er líka gott að prófa nýja staði. Venjulega eru lóðirnar látnar liggja í nokkra daga áður en þær eru dregnar. Beitt er ýsu, smáþorski og ufsa. Stórlúður eru utan kvóta og þess má geta að kílóverð á fiskmörkuðum sl daga og vikur hefur verið frá 500 til 1000 kr en verðið hækkar svo um munar þegar lúðan er komin í verslanir, því samkvæmt heimildum frá Nóatúni er kílóverð á stórlúðu á 2500 kr.

Kveðja

Róbert Schmidt
Ljósmynd: Róbert Schmidt

Stefán Már skákaði litla bróður

Hið árlega skólaskákmót var haldið í Grunnskóla Suðureyrar s.l. sunnudag en það var 9Jóhannes Aðalbjörnsson sem hafði umsjón með skákmótinu. Bræðurnir Daði Freyr og Stefán Már Arnarssynir voru efstir að loknu móti með 6 vinninga hvor og þurfti því aukaskák til að knýja fram úrslit. Stefán og Daði tefldu af miklu öryggi en það mátti greina eitt og eitt bros á milli leikja og greinilegt að þeir tóku skákina alvarlega en samt í léttum dúr.

Að lokum skákaði Stefán Már yngri bróðir sínum og hafði sigur í úrslitaskákinni. Magnús Jónsson skólastjóri afhenti Stefáni bikarinn góða en bikarinn hefur víst verið á heimili þeirra bræðra á Hjallaveginum því elsti bróðir þeirra, Ívar Örn, sigraði 5 sinnum á skólaskákmótum hér á árum áður en Stefán var að sigra bikarinn í 4 sinn, þannig að samanlagt 7hefur bikarinn góði verið á Hjallaveginum í 9 ár. Svo er spurning hvort Daði Freyr komi ekki inn sterkari að ári og leggi stóra bróður að velli!

Kveðja

Róbert

Ljósmyndir: Róbert Schmidt


8

 

 


Þóra Þórðardóttir kveður kennslustarfið eftir 47 ár

Grunnskóli Suðureyrar stóð fyrir árlegri skólasýningu s.l. sunnudag þar sem verk nemenda frá 1liðnum vetri voru sýnd gestum og gangandi. Haldið var skólaskákmót og boðið uppá nýbakaðar vöfflur og drykki. Óðinn Gestsson afhenti, fyrir hönd foreldra og nemenda, Þóru Þórðardóttur blómvönd og gjöf í tilefni þess að Þóra er nú að ljúka 47 ára starfi sem kennari og leiðbeinandi í Súgandafirði. Þóra, sem verður sjötug í ár, hóf kennslu árið 1962 og tók sér síðan 3ja ára barneignarfrí en hélt svo áfram alveg til dagsins í dag. Þóra byrjaði barnakennslu við Grunnskóla Suðureyrar 1981.

Óðinn flutti ávarp og þakkað Þóru fyrir uppbyggjandi og óeigingjarnt starf sem ófáir Súgfirðingar hafa notið í gegnum áratugina. Þóra þakkaði fyrir sig og 2segist kveðja með söknuði eftir allan þennan skemmtilega tíma sem hún hefur átt með börnunum en þau eru framtíðin og þess vegna þarf að leggja grunninn vel og vandlega fyrir þau og umfram allt að hafa lífið skemmtilegt. Það sem einkenndi kennsluaðferðir Þóru til barnanna var sköpunargleði, sjálfstæði og leikur að sögn Magnúsar Jónssonar skólastjóra sem jafnframt þakkaði Þóru fyrir frábært starf í þágu skólans og nemenda.

Kveðja

Róbert3
Ljósmyndir: Róbert Schmidt

 


Bobby bátarnir raða inn stórlúðunum

Bobby bátarnir frá Fisherman raða inn stórlúðunum þessa dagana. Í gær veiddist 184 sm stórlúða (Frank Sartor 68 kg halibut 173 cm77 kg) á Bobby 8 frá Suðureyri og í dag veiddist 173 sm stórlúða (68 kg) á Bobby 20 frá Flateyri en það var Þjóðverjinn Frank Sartor sem setti í lúðuna norður í Kantinum þar sem lúðurnar eru greinilega mættar. Þetta er fjórða lúðan sem Bobby bátarnir landa í maímánuði og sú þriðja á einni viku sem er afburðargóð veiði. Þess má geta að allt sumarið í fyrra veiddust aðeins tvær lúður frá Suðureyri og ein frá Flateyri.

Ljósmynd: Róbert Schmidt

Kveðja

Róbert 

Veiddu 184 sm lúðu

Undirritaður og Þjóðverjinn Julius Drewes, sem báðir starfa sem sjóstangaveiðileiðsögumenn fyrir Robbi og Julli 1Fisherman á Suðureyri og Flateyri settu í stórlúðu síðdegis í gærdag norður af Deildinni á Bobby 8. Veður var gott og hægur sjór þegar við félagarnir létum færin síga til botns. Eftir 5 mín beit eitthvað á hjá Juliusi og var strax ljóst að þetta var engin smá tittur. Eftir 40 mín baráttu kom í ljós að þetta var stórlúða og nú voru góð ráð dýr, því engin var ífæran um borð né handskutull. Aðeins lítill fiskigoggur sem var ekki brúkaður vegna smæðar sinnar. Eftir tvær tilraunir náði ég að koma lykkju utan um sporð lúðunnar og notaði til þess skúringaskrúbb og akkerisreipi. Því næst settumst við báðir á dekkið á bátnum og tosuðum lúðuna inn fyrir borðstokkinn.

Það voru mikil fagnaðarlæti um borð og lúðan spriklaði um allan bát og um tíma héldum við að hún ætlaði inn í stýrishúsið. Þar með lauk styðstu sjóferð okkar "gædana" en veiðitíminn var um 5 mínútur en það tók 1,5 tíma að ná lúðunni inn fyrir. Lúðunni var síðan landað á Suðureyrarhöfn og mældist hún 184 sm að lengd, 95 sm að breidd og vó 77 kíló. Julius hirti sporðinn og ætlar að láta þurrka hann en restinni af lúðunni var seld á fiskmarkað. Þetta er önnur lúða Juliusar á stuttum tíma en hann fékk 112 sm lúðu (15 kg) fyrir tveimur vikum á svipuðum slóðum. Einnig veiddu sænskir veiðimenn frá Suðureyri 31 kg lúðu sem mældist 140 sm að lengd fyrir viku síðan.

Óhætt er að segja að "lúðuæði" hafi gripið um sig á meðal þeirra erlendu veiðimanna sem komu vestur til Suðureyrar og Flateyrar í gær og nú eru þeir allir staðsettir í Kanntinum að reyna við fleiri stórlúður en spakir menn segja að þessi árstími sé bestur til stórlúðuveiða.

Ljósmynd: Elías Guðmundsson

Kveðja

Róbert

Mokveiði á steinbít á sjóstöngina

Fín veiði hefur verið hjá sjóstangaveiðibátunum á Suðureyri og Flateyri síðustu daga þrátt fyrir 2bræluskít hér fyrir utan. Misjafnt er á milli veiðihópa hversu flinkir þeir eru að veiða t.d. steinbít en einn þýskur hópur sem dvaldi á Suðureyri í vikutíma veiddu yfir 30 steinbíta á einum degi sem telst mjög góð veiði á sjóstöng. Í heildina fengu þeir um 50 steinbíta sem voru allt frá 4-8 kg að þyngd. Þeir hópar sem finna steinbítsblettina segja öðrum ekki frá og sitja því einir um hituna. Þjóðverjar eru í meirihluta veiðimanna sem hingað koma og sækjast þeir sérstaklega eftir að veiða steinbít, stórlúðu og væna þorska. Segja þeir að mun meiri veiði sér á Íslandi en t.d. í Noregi og eru mjög ánægðir með þessar ferðir til Vestfjarða.

Meðfylgjandi myndir tók undirritaður þegar einn hópurinn var að landa góðum afla af steinbít á 5Suðureyrarhöfn.

Kveðja

Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022

Súgandafjörður í öllum sínum skrúða

Súgandafjörður skartaði sínu fegursta í sumarblíðunni í dag, stafalogn og sólskin, börnin á Golturinnhjólaskautum, íbúar að vinna í görðunum sínum og bátarnir að landa dagsaflanum. Mannlífið iðar af lífi þegar sólin lætur sjá sig og allt lifnar við. Vonandi snjóar ekki meira í vor en menn muna vel eftir ófærð yfir Botnsheiði um miðjan júní hér á árum áður. En eftir að göngin komu, þá ber minna á því. Læt hér fylgja tvær ljósmyndir sem ég tók út fjörð og inn fjörð. Alltaf jafn fallegur fjörðurinn í logninu.

Ljósmyndir: Róbert Schmidt

Kveðja

RóbertSugandi 1

Múrað í sumarblíðunni

Enn og aftur eru "Hamrarnir" mættir til vinnu við Súgfirðingasetrið á Suðureyri, þeir Sigurþór, Atli, 24Hjalti, Steini og Bjarki. Elmar Diego bættist í hópinn í dag ásamt Arnari Guðmunds og Stefáni úr Súgfirðingastjórninni. Þetta er þriðja helgin í röð sem "Hamrarnir" mæta í fjörðinn og nú eru þeir að klára að múra í sárin að utan og gera klárt fyrir málningarvinnu. Sólin skein á þá félaga í dag og múrskeiðarnar voru á lofti á öllum hliðum hússins. Óhætt er að segja að húsið muni líta út sem nýtt eftir yfirhalninguna enda fagmenn í hverju horni.

Í kvöld verður "slútt" hjá "Hömrunum" en þá verður grillað og skálað fyrir löngu og ströngu sjálfboðaliðsstarfi við Súgfirðingasetrið. Þessir drengir eiga heiður skilið fyrir þeirra framlag sem eflaust telur á nokkrum milljónum króna í vinnuframlag. Þeir Súgfirðingar sem 26vilja nýta sér þekkingu þessara manna er bent á að hafa samband við Sigurþór Ómarsson en bæði Hjalti og Steini eru faglærðir og hörkuduglegir og án efa sanngjarnir í samningum. Arnar Guðmunds nýtti sér "Hamrana" og fékk þá til að lagfæra tröppurnar hjá sér í dag, þannig að eflaust eiga einhverjir heimamenn eftir að fylgja eftir til framkvæmda og þá er um að gera að hafa samband við strákana. Þeir hafa bæði tíma og þekkingu til húsaviðgerða.

Kveðja

Róbert

64 ára veiðimaður veiddi 140 sm lúðu

Sænska áhöfnin á Bobby 3 frá sjóstangaveiðifyrirtækinu Hvíldarkletti kom í land í gærdag með 140 sm langa lúðu sem vó 31 kg. Það var Lage Hultman, 64 ára gamall veiðimaður frá bænum Nyland í Svíþjóð sem setti í lúðuna í Kantinum um miðjan dag í gær (föstud 15. maí) skömmu áður en svartaþoka lagðist yfir miðin. Bardaginn tók rúman hálftíma og á sama augnarblikinu þegar 16sérstökum skutli er komið fyrir í lúðunni, þá losnaði pilkurinn úr kjaftviki lúðunnar. Þetta er stærsta lúða sem Lage hefur veitt á sínum ferli og var kallinn að vonum kátur með fenginn. Svíarnir veiddu mjög vel þennan dag, settu í nokkra 20 kg + rígaþorska á svipuðum slóðum.

Þetta er fyrsta lúða sumarsins sem veiðist á Bobby bát frá Suðureyri en í síðustu viku veiddist 15 kg lúða á Bobby bát frá Flateyri sem mældist 112 sm löng. Menn telja að lúðurnar séu farnar að skríða upp að landgrunninum því áhöfnin á Báru ÍS (Oddur Hannesar og Bjarni Karls) fengu þrjár lúður á línuna fyrir fáeinum dögum sem voru í kringum 25-35 kg að þyngd.

Ljósmyndir: Róbert Schmidt 13

Kveðja

Róbert Schmidt
robert@skopmyndir.com
S: 8404022  

Landgangurinn féll í smábátahöfnina

Mikið hvassviðri hefur verið á Vestfjörðum í dag og Súgfirðingar hafa ekki farið varhluta af því. Hofn 3Landgangurinn á innri flotbryggjunni í smábátahöfninni í Suðureyrarhöfn fór fram af bryggjunni og endaði í sjónum þegar flotbryggjan gekk til og frá í hviðunum. Þorleifur Sigurvinsson hafnarstjóri þurfti að kalla Bjarna Jóhannsson gröfukarl út til að hífa landganginn upp úr sjónum og á sinn stað. Vel gekk að vinna verkið en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem landgangurinn endar í sjónum. Sterkar keðjur sem festar eru í flotbryggjuna hafa einnig slitnað upp og er ástæðan talin vera sú að of stórir fiskibátar eru staðsettir við enda flotbryggjunnar.

Ljósmyndir: Róbert Schmidt Hofn 1
Hofn 2
Kveðja

Róbert Schmidt

Næsta síða »

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband