Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Fyrstu sjóstangakallarnir mættir

Fyrstu viðskiptavinir Hvíldarkletts í sjóstangaveiði mættu vestur í dag en þeir komu akandi með rútuBobby 12 vegna frestunnar á innanlandsflugi. Tveir hópar komu frá þýskalandi í dag til Flateyrar og von er á tveimur hópum frá Hollandi á miðvikudaginn og síðan kemur einn hópur keyrandi vestur nk laugardag. Búið er að sjósetja 10 báta á Flateyri og verða fleiri sjósettir næstu daga og eins og flestir vita, þá verða 11 bátar staðsettir á hvorum stað fyrir sig, þ.e. Suðureyri og Flateyri. Búist er við fyrstu sjóstangaköllunum til Suðureyrar 11. maí nk en bókanir fyrir sumarvertíðina í ár eru góðar.

Texti og myndir:
Róbert Schmidt 

Skólagata 6 fær andlitslyftingu

Skólagata 6 á Suðureyri er reisulegt og fallegt gamalt timburhús sem Ísfirðingurinn Gísli Úlfarsson2 og Inga kona hans keyptu sem sumarhús á síðasta ári af fasteignarfélaginu Hlöðku sem er í eigu Elíasar Guðmundssonar. Fjölskyldan unir sér ákaflega vel í húsinu sem er tveggja hæða timburhús á miðri eyrinni. Skólagata 6 fær nú kærkomna andlitslyftingu en búið er að rífa gamla bárujárnið af öllum útveggjum hússins og byrjað að slá upp fyrir einangrun og nýju bárujárni. Flokkur vaskra smiða frá Bolungarvík sér um verkið.

Nýtt þakjárn er á húsinu sem og nýir gluggar. Eftir andlitslyftinguna fær Skólagata 6 á sig nýja og glæsilega mynd enda fallegt hús á góðum stað. Að endingu ætla Gísli og Inga að girða lóðina af í sumar. Það má því segja að endurbætur á gömlum húsum á Suðureyri byrja af krafti1 í ár og mun fyrr en venjulega. Síðasta ár var eitt það besta í langan tíma í endurbótum húsa á Suðureyri en þá þögnuðu hamrarnir ekki allt sumarið. Ásýnd sjávarþorpsins Suðureyri er til fyrirmyndar, þökk sé framtaksömum húseigendum og fyrirtækjum á staðnum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar Gísli og bolvísku smiðirnir voru að verki við Skólagötu 6.

Texti og myndir:

Róbert Schmidt 

Vel heppnað blakmót

Blakáhugafólk skemmti sér vel í íþróttahúsinu á Suðureyri laugardaginn 3. apríl en þá var haldiðP12 skemmti-páska-blakmót þar sem ungir og aldnir spiluðu blak frá 11 að morgni til kl 15:00. Mótið var að þessu sinni einstaklingskeppni og sigurvegari mótsins var Björn Guðbjörnsson. Snorri Sturluson var elsti keppandinn og allir keppendur fengu verðlaun að lokum sem Anna Bjarnadóttir afhenti en hún safnaði öllum vinningunum saman og á þakkir skildar fyrir vel unnið verk. Á milli 25-30 keppendur skráðu sig til leiks. Þetta er annað blakmótið sem haldið er um páska á Suðureyri og vonandi verða fleiri haldin næstu árin.

Texti og myndir
Róbert SchmidtP6

Fullt hús á sögustund á Talisman

Veitingastaðurinn Talisman stóð fyrir sögustund á Skírdagskvöld þar sem Guðni Einarsson, Snorri1 Sturluson, Þóra Þórðardóttir og James hinn írski sögðu gestum sögur úr ýmsum áttum. Húsfylli var á Talisman og greinilegt að heimamenn kunna að meta slíkar þjóðlegar uppákomur.

Guðni Einarsson sagði frá eftirminnilegri ferð sinni til Nigeríu og sjóferðum á Sigurvon ÍS frá Suðureyri. Einnig sagði Guðni frá þeirri sérkennilegri iðju sem krakki að hlaupa í gegnum húsið hennar Betu gömlu til að stytta sér leið niður í þorpið. Var mikið hlegið af þeirri frásögn. Snorri Sturluson sagði frá Grænlandsferð sem taflfélagið Hrókurinn fór í og flutti margar vísur og limrur. Einnig sagði Snorri frá strandi breska togarans Talisman við Keravíkina í Súgandafirði sem var átakaleg11 frásögn og eftirminnileg. Þóra Þórðar sagði m.a. frá mannlífi við Þverá í Staðardal sem var lítið kot úr Bæjarlandi undir hjöllunum þar sem Sunddalsá rennur. James hinn írski, eins og hann er kallaður á Suðureyr,i sagði þjóðsögu frá írsku smáfólki eða álfum en þess má geta að James er mannfræðinemi og dvelur hann á Suðureyri í 6 mánuði til að kynnast heimamönnum, atvinnulífi, menningu og sögu staðarins.

Góður rómur var gerður að sögunum og gestir hlustuðu af áhuga og þökkuðu fyrir sig með lófaklappi. Þarna skapaðist góð stemning utan um sagnarlistina sem hefur fylgt Íslendingum í hundruð ára. Jón Arnar Gestsson, vert á Talisman, þakkaði í lokin sögufólki og gestum fyrir komuna og sleit formlega fyrsta sögukvöldi á Talisman sem verður vonandi endurtekið.

Fleiri ljósmyndir frá sögukvöldinu er að finna á eftirfarandi tengli á myndaalbúmið á forsíðunni:

http://sudureyri.blog.is/album/sogustund_a_talisman_2010/

Texti og myndir: Róbert Schmidt


Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband