Leita í fréttum mbl.is

Sögukvöld, páskeggjaleit og lifandi tónlist á Suðureyri um páskana

Það verður nóg um að vera á Talisman og FSÚ-barnum um páskana að sögn Jóns ArnarsStadardalur 1 Gestssonar rekstraraðila. "Hér verður opið frá kl 08 að morgni alla daga til miðnættis. Við verðum með hlaðborð í hádeginu og á kvöldin alla páskana hér á Talisman og ýmsar uppákomur bæði fyrir fullorðna og börn," segir Jón. 

Á Skírdagskvöldið verður Sögustund á Talisman þar sem sagnamenn og konur mæta og segja sögur úr ýmsum áttum. Allir sem luma á góðum sögum eru hvattir til að mæta á staðinn og vera með. 

Eftir miðnætti á Föstudaginn langa verður boðið uppá lifandi tónlist og trúbadorsstemningu á FSÚ-barnum. Tilvalið fyrir heimamenn og gesti að safnast þar saman og gleðjast í góðra vina hópi.

Á Páskadag verður Páskaeggjaleit á Suðureyri sem er verið að útfæra. Nánar um það síðar. Eftir miðnætti á Páskadag verður karaoikí-kvöld á FSÚ-barnum þar sem hver og einn verður söngstjarna kvöldsins með sínu sniði.

Eins og sjá má hér að ofan, verður nóg fyrir stafni á Suðureyri yfir Páskahelgina. Minni líka á handverkshúsið Á milli fjalla þar sem hægt er að gera góð kaup á alls kyns handgerðum varningi úr heimabyggð. Handverkshúsið er staðsett í gamla Kaupfélaginu á móti Talisman.

Einnig má geta þess að tökur á kvikmyndinni Vaxandi tungl mun standa yfir á Suðureyri um og eftir páskana. Þá má líklega sjá bregða fyrir þekktum andlitum á eyrinni, eins og t.d. Pálma Gests, Elvu Ósk og Elfari Loga.

Páskamót í blaki verður í íþróttahúsinu Föstudaginn langa. Sjá nánar í frétt hér fyrir neðan.

Kveðja

Róbert Schmidt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband