Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Stórskata á hafnarvigtinni á Bóndadaginn

Þeir voru þjóðlegir karlarnir á Suðureyri í tilefni Bóndadagsins í dag, þá skelltu þeir Ævar Einars og 5Valli Hallbjörns stórskötu í pottinn á hafnarvigtinni og buðu til veislu. "Stórskatan er mun betri en tindabikkjan. Hún er saltari og sætari," segir Ævar en hann og Valli hafa verið að gera tilraunir með verkunaraðferðir á stórskötunni en hún er bæði söltuð og kæst. Soðnar kartöflur, flot og hvítlauksolía var í meðlæti en Ævar segir að það sé gott að hafa hvítlauksolíu með skötunni.

"Sjálfur Úlfar Eysteins hafði samband við mig nýverið um hvernig ætti að meðhöndla stórskötuna og það er greinilegt að hún er orðin vinsæl víðar en hér á Súganda," segir Ævar stoltur. Nokkrir hressir karlar kíktu við og fengu sér á diskinn og líkaði vel. Meira segja menn sem aldrei borða skötu fengu4 sér á diskinn. Farið var yfir veðurspá
helgarinnar og sagðar sögur úr beitingaskúrunum hér í gamla daga en þar beittu margir merkir menn sem lífguðu uppá mannlífið á eyrinni.

Flott framtak hjá Ævari og Valla að elda stórskötu í tilefni Bóndadagsins en þeir hafa gjarnan haldið skötuveislur í gegnum árin við frumlegar aðstæður hér og þar á Suðureyri. Um aðra helgi verður haldið Þorrablót í Félagsheimili Súgfirðinga (laugard 30. jan) og æfir kvenpeningurinn skemmtiatriðin stíft enda sleppa fáir þorpsbúar úr klóm kómedíunnar þegar 6fjörið hefst.

Til hamingju með Bóndadaginn

Robbi Schmidt7
Ljósmyndir: R.Schmidt


Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband