22.1.2010 | 17:36
Stórskata á hafnarvigtinni á Bóndadaginn
Þeir voru þjóðlegir karlarnir á Suðureyri í tilefni Bóndadagsins í dag, þá skelltu þeir Ævar Einars og Valli Hallbjörns stórskötu í pottinn á hafnarvigtinni og buðu til veislu. "Stórskatan er mun betri en tindabikkjan. Hún er saltari og sætari," segir Ævar en hann og Valli hafa verið að gera tilraunir með verkunaraðferðir á stórskötunni en hún er bæði söltuð og kæst. Soðnar kartöflur, flot og hvítlauksolía var í meðlæti en Ævar segir að það sé gott að hafa hvítlauksolíu með skötunni.
"Sjálfur Úlfar Eysteins hafði samband við mig nýverið um hvernig ætti að meðhöndla stórskötuna og það er greinilegt að hún er orðin vinsæl víðar en hér á Súganda," segir Ævar stoltur. Nokkrir hressir karlar kíktu við og fengu sér á diskinn og líkaði vel. Meira segja menn sem aldrei borða skötu fengu sér á diskinn. Farið var yfir veðurspá
helgarinnar og sagðar sögur úr beitingaskúrunum hér í gamla daga en þar beittu margir merkir menn sem lífguðu uppá mannlífið á eyrinni.
Flott framtak hjá Ævari og Valla að elda stórskötu í tilefni Bóndadagsins en þeir hafa gjarnan haldið skötuveislur í gegnum árin við frumlegar aðstæður hér og þar á Suðureyri. Um aðra helgi verður haldið Þorrablót í Félagsheimili Súgfirðinga (laugard 30. jan) og æfir kvenpeningurinn skemmtiatriðin stíft enda sleppa fáir þorpsbúar úr klóm kómedíunnar þegar fjörið hefst.
Til hamingju með Bóndadaginn
Robbi Schmidt
Ljósmyndir: R.Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:48 | Facebook
Af mbl.is
Innlent
- Landris nálgast nú einn metra
- Brún öskjunnar eins og hnífsegg
- Kannski þurfi Trump svigrúm til að lýsa yfir sigri
- Aukin gjaldtaka á ferðaþjónustuna í farvatninu
- Þetta gat mamman úr Garðabænum
- Gerir ráð fyrir því að Sigurjón meti sína hagsmuni
- Réðst á axarárásarmann tuttugu árum síðar
- Eldur í matartrukki við fjölbýlishús
- Þriggja bíla árekstur við Rauðavatn
- Rottweiler-hundurinn svæfður
Erlent
- Samþykkir að fresta tollum á vörur frá Kanada
- Enginn sigurvegari tollastríðs
- Segir viðræður ganga nokkuð vel
- Engin skemmdarverk voru unnin á sæstrengnum
- Mexíkó sendir 10.000 hermenn: Trump frestar tollum
- Svarar Trump og Musk með banni og riftun samnings
- Fimm Íslendingar á brottvísunarlista
- Segir róttæka brjálæðinga stýra þróunaraðstoðinni
- Úkraínskir hermenn teknir af lífi
- Danmörk einn mikilvægasti bandamaður Bandaríkjanna
Fólk
- Var West og Censori sparkað út af Grammy-verðlaunahátíðinni?
- Kylie Jenner og Timothée Chalamet á laumustefnumóti
- Beyoncé sigraði í fyrsta skipti fyrir plötu ársins
- Bjóst ekki við að fá Grammy
- Taylor Swift tómhent heim
- Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
- Hverjir taka Grammy-verðlaunin heim í kvöld?
- Beyoncé tilkynnir um tónleikaferðalag
- Húsavík gæti fengið hlutverk á Broadway
- Mun sársaukafyllra að láta fjarlægja flúrin en að fá sér þau
Íþróttir
- Félagaskiptin í enska fótboltanum - lokadagur
- City kaupir miðjumann fyrir níu milljarða
- Fordæma ofbeldi í íþróttahreyfingunni
- Álftanes bætir við sig landsliðsmanni
- Kærasti Sveindísar færir sig um set
- Endurkomusigur Chelsea
- Gengur til liðs við Víking
- Dagur á leiðinni til Frakklands?
- Frá Chelsea til Dortmund
- Frá Newcastle til Juventus
Viðskipti
- Lækkanir á mörkuðum í kjölfar tolla
- Nota djúpfölsun til að blekkja
- Guðríður, Ólafur og Helena til Íslandsbanka
- Ekki hægt að koma í veg fyrir að einhver sé hraðari
- Djúpfalsanir búa til nýjar hættur
- Hið ljúfa líf: Hér er komin sannkölluð eilífðareign
- Vilja draga til baka útgjöld vegna kjarasamninga
- Frestur er alls ekki á öllu bestur
- Bakslag komið á undan Trump
- Svipmynd: Málsmeðferðin er hröð og skilvirk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.