Leita í fréttum mbl.is

Frábært þorrablót hjá konunum

Þorrablót Súgfirðinga var haldið laugardaginn 30. janúar í Félagsheimili Súgfirðinga en um 150Alda manns mættu á blótið. Karlar og konur skiptast á að halda blótin og nú var röðin komin að konunum. Stífar æfingar vikum fyrir blótið skilaði sér heldur betur þegar skemmtidagskráin hófst eftir borðhaldið og er óhætt að fullyrða að betri skemmtun hafi ekki komið frá konunum en nú. Blótsgestir hreinlega öskruðu af hlátri og höfðu gaman af.

Borðhaldið tókst einnig mjög vel. Oddný Schmidt opnaði dagskrána fyrir hönd húsnefndar og Halldóra Hannesdóttir fór fyrir skemmtinefndinni. Anna Bjarnadóttir flutti Mynni Súgandafjarðar, Guðrún Karlsdóttir flutti Mynni Karla og Guðný Helga stjórnaði fjöldasöngnum. Blótsgestir sátu við langborð og hver kom með sitt þorratrog eins og hefð er fyrir hér í Súgandafirði.

Eftir skemmtidagskrá kvöldsins var hafist handa við að raða upp fyrir dansleikinn og á meðan hljómsveitin gerði klárt á sviðinu, stökk Benni úr Víkinni með harmonikkuna á dansgólfið og lék nokkur vel valin lög í upphitun. Hljómsveitin var skipuð þaulvönum köppum frá Bolungarvík og Ísafirði og heppnaðist dansleikurinn svo vel að fullt var á dansgólfinu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Það er mál heimamanna að betra þorrablót hafi ekki verið haldið í Súgandafirði í háa herrans tíð. Sem sagt, frábært þorrablót hjá súgfirsku konunum 2010 og eiga þær hrós skilið.

Ljósmyndir frá þorrablótinu eru að finna á heimasíðunni hans Palla Önundar í myndasafni:
www.pallio.net.

Meðfylgjandi mynd tók Palli einnig.

Kveðja

Róbert Schmidt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil taka það fram að ég fór ekki fyrir skemmtinefndinni, við vorum allar saman sem ein heild og ekki má gleyma því að það er salnum að þakka ef vel tekst upp. TAKK ALLIR FYRIR FRÁBÆRA SKEMMTUN :)

Halldóra Hannesdóttir. (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hvenær skildi ég eiga möguleika á ad koma á Torrablót Súgfirdina á Sudureyri.Hlakka bara til,tví tad verdur einhverntímann.

Tetta hefur aldeilis heppnast vel eins og súgfirdingum sæmir.

Kvedja úr Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 12.2.2010 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband