8.4.2010 | 18:52
Skólagata 6 fær andlitslyftingu
Skólagata 6 á Suðureyri er reisulegt og fallegt gamalt timburhús sem Ísfirðingurinn Gísli Úlfarsson
og Inga kona hans keyptu sem sumarhús á síðasta ári af fasteignarfélaginu Hlöðku sem er í eigu Elíasar Guðmundssonar. Fjölskyldan unir sér ákaflega vel í húsinu sem er tveggja hæða timburhús á miðri eyrinni. Skólagata 6 fær nú kærkomna andlitslyftingu en búið er að rífa gamla bárujárnið af öllum útveggjum hússins og byrjað að slá upp fyrir einangrun og nýju bárujárni. Flokkur vaskra smiða frá Bolungarvík sér um verkið.
Nýtt þakjárn er á húsinu sem og nýir gluggar. Eftir andlitslyftinguna fær Skólagata 6 á sig nýja og glæsilega mynd enda fallegt hús á góðum stað. Að endingu ætla Gísli og Inga að girða lóðina af í sumar. Það má því segja að endurbætur á gömlum húsum á Suðureyri byrja af krafti
í ár og mun fyrr en venjulega. Síðasta ár var eitt það besta í langan tíma í endurbótum húsa á Suðureyri en þá þögnuðu hamrarnir ekki allt sumarið. Ásýnd sjávarþorpsins Suðureyri er til fyrirmyndar, þökk sé framtaksömum húseigendum og fyrirtækjum á staðnum.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar Gísli og bolvísku smiðirnir voru að verki við Skólagötu 6.
Texti og myndir:
Róbert Schmidt

Nýtt þakjárn er á húsinu sem og nýir gluggar. Eftir andlitslyftinguna fær Skólagata 6 á sig nýja og glæsilega mynd enda fallegt hús á góðum stað. Að endingu ætla Gísli og Inga að girða lóðina af í sumar. Það má því segja að endurbætur á gömlum húsum á Suðureyri byrja af krafti

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar Gísli og bolvísku smiðirnir voru að verki við Skólagötu 6.
Texti og myndir:
Róbert Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt 9.4.2010 kl. 15:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.