27.4.2010 | 18:50
Fyrstu sjóstangakallarnir mættir
Fyrstu viðskiptavinir Hvíldarkletts í sjóstangaveiði mættu vestur í dag en þeir komu akandi með rútu vegna frestunnar á innanlandsflugi. Tveir hópar komu frá þýskalandi í dag til Flateyrar og von er á tveimur hópum frá Hollandi á miðvikudaginn og síðan kemur einn hópur keyrandi vestur nk laugardag. Búið er að sjósetja 10 báta á Flateyri og verða fleiri sjósettir næstu daga og eins og flestir vita, þá verða 11 bátar staðsettir á hvorum stað fyrir sig, þ.e. Suðureyri og Flateyri. Búist er við fyrstu sjóstangaköllunum til Suðureyrar 11. maí nk en bókanir fyrir sumarvertíðina í ár eru góðar.
Texti og myndir:
Róbert Schmidt
Texti og myndir:
Róbert Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:52 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Robbi. Langaði bara að þakka fyrir mig. Það er magnað að fá svona fréttir að heiman. Kveðja frá Barca Bjarki Rúnar
Bjarki Rúnar Arnarsson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 04:48
Góðan daginn. Getur einhver frætt mig um Sæluhelgarlagið í ár? Er búið að velja það? Takk fyrir.
Bjartmar (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.