27.10.2008 | 11:55
Ný bloggsíða fyrir Súgfirðinga
Með þessu nýja bloggi sudureyri.blog.is er ætlunin að birta frásagnir, fréttamola, ljósmyndir og annað skemmtilegt efni frá Súgandafirði og Suðureyri sem og frá mannlífinu á þessum frábæra stað. Lesendur geta tekið þátt í að móta síðuna með því að skrifa athugarsemdir við bloggið, senda inn ljósmyndir ofl á vonandi jákvæðan hátt. Einnig væri gott að fá innsendar myndir og fréttaskot frá lesendum sem tengist Súgandafirði eða Súgfirðingum á einhvern hátt. Hægt er að senda uppl og myndir á eftirfarandi netfang: robert@skopmyndir.com
Ps. Munið að skrá nafn ykkar í gestabókina Sýnið þolinmæði, því það tekur dágóðan tíma að hlaða myndunum inn á síðurnar.
Kær kveðja
Róbert Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:32 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert bara langflottastur Róbert minn Takk fyrir
Sigrún Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 12:53
Snidug hugmynd Robbi minn og til hamingju med framtakid.
Med kærleikskvedju frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 27.10.2008 kl. 13:08
Halló, halló,
Mikið er þetta frábært hjá þér Robbi minn, kem til með að kíkja mikið hér inn og lesa.
Gangi þér vel.
Kveðja úr fallega veðrinu á Skaga
Anna Bé (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:44
Góðan dag Róbert.
Gott framtak hjá þér.
GOLA RE 945, 27.10.2008 kl. 14:51
Frábær síða. Gaman að skoða allar þessar myndir.
Hafrún Huld (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 15:23
Það er aldeilis viðbrögð dömur mínar. Takk fyrir þetta innlegg. Reynum bara að hafa gaman að og njótum þess að vera til Ég tek eftir því að hér eru bara konur sem commenta hehe. Við karlarnir erum svo feimnir.
Róbert Schmidt, 27.10.2008 kl. 16:03
Robbi rjúpa rokkar :)
frábært hjá þér,, takk takk takk takk takk þú ert æði :)
Inga Guðm (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:29
Flott síða Róbert. Virkilega gaman að sjá allr þessar myndir. Þær koma manni í jarðtengingu.
Karl Steinar Óskarsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.