27.10.2008 | 17:39
Diskótekið María
Hver man eftir Diskótekinu Maríu á Suðureyri? Jú, ég held að þeir séu þó nokkrir sem muna það en þó ekki allir. Þetta fræga diskótek stofnuðu þeir Marner Jensen, Halldór Schmidt og Björn Gíslason en það eru þeir sem prýða þessa ljósmynd sem ég tók árið 1979 eða fyrir hartnær 30 árum síðan á árshátíð Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri. Dóri bróðir hefur þá verið 17 ára gamall. Líklega var Kitti Kalli (Kristinn Karl Ólafsson) í þessu diskóteki líka, man það ekki alveg.
Suðurvers-kerran var mikið brúkuð á sínum tíma þegar þeir félagar héldu partý hér og þar um þorpið. Hátalararnir voru á stærð við þvottavélar og hljómflutningsgræjurnar, sem voru flestallar af gerðinni Marantz, voru í risastórum skáp sem var á stærð við meðalstóran ísskáp í dag. Ég tala nú ekki um snúrufarganið sem fylgdi þessu. Ég man líka að þetta var mikið fyrirtæki fyrir þá strákana að tengja vírana á milli tækja. Og athugið það gott fólk, þá var bara gamli góði vínyllinn brúkaður hvort sem plöturnar voru rispaðar eða ekki. Þeir þurftu að tipla á tánum á sviðinu í félagsheimilinu til að nálin hoppaði ekki á plötunni. Bjössi átti stundum erfitt með það og stundum komu ballgestir uppá sviðið til að fá óskalag leikið og þá fór allt fjandans til.
Læt fylgja með eina skemmtilega mynd sem var tekin sama ár (1979) af þeim systrum Jónu og Elmu Diego í dansfíling á Pallinum. Líklega hafa þeir félagar úr Diskótekinu Maríu séð um tónlistina þá eins og alltaf.
Kveðja
Róbert
Suðurvers-kerran var mikið brúkuð á sínum tíma þegar þeir félagar héldu partý hér og þar um þorpið. Hátalararnir voru á stærð við þvottavélar og hljómflutningsgræjurnar, sem voru flestallar af gerðinni Marantz, voru í risastórum skáp sem var á stærð við meðalstóran ísskáp í dag. Ég tala nú ekki um snúrufarganið sem fylgdi þessu. Ég man líka að þetta var mikið fyrirtæki fyrir þá strákana að tengja vírana á milli tækja. Og athugið það gott fólk, þá var bara gamli góði vínyllinn brúkaður hvort sem plöturnar voru rispaðar eða ekki. Þeir þurftu að tipla á tánum á sviðinu í félagsheimilinu til að nálin hoppaði ekki á plötunni. Bjössi átti stundum erfitt með það og stundum komu ballgestir uppá sviðið til að fá óskalag leikið og þá fór allt fjandans til.
Læt fylgja með eina skemmtilega mynd sem var tekin sama ár (1979) af þeim systrum Jónu og Elmu Diego í dansfíling á Pallinum. Líklega hafa þeir félagar úr Diskótekinu Maríu séð um tónlistina þá eins og alltaf.
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.