10.11.2008 | 13:56
Rauðmagar í reyk
Eins og margir vita var óvenjugóð rauðmagaveiði í Súgandafirði í sumar. Heildarveiðin var líklega í kringum 4.000 stk en þeir sem voru hvað harðastir í bransanum voru þeir Valgeir Hallbjörnsson, Guðbjörn Kristmansson og Egill Kristjáns. Ölli og co náðu líka nokkuð af rauðmaga. Þegar ég var staddur í minni heimabyggð í sl viku, rakst ég á þá Bjössa Kristmans og Egil Kitt í hjallinum hans Bjössa þar sem þeir voru að setja rauðmaga í fiskikar sem síðan færi til Bolungarvíkur í reyk. Fyrri helmingurinn sem þeir settu í reyk hjá aðila á Suðureyri misfórst eða um 6-700 stk. Einnig voru þeir búnir að þurrka hrís og mosa í poka sem fylgdi með rauðmaganum í Víkina.
Það er skemmtilegt að sjá hvað þessir karlar eru duglegir að dunda sér við sjóinn, hvort sem það er við veiðar eða verkun. Þeir viðhalda hefðinni og standa sig vel enda með allt á hreinu.
Róbert
Það er skemmtilegt að sjá hvað þessir karlar eru duglegir að dunda sér við sjóinn, hvort sem það er við veiðar eða verkun. Þeir viðhalda hefðinni og standa sig vel enda með allt á hreinu.
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.