27.11.2008 | 11:57
Skipverjar á Þerney RE gáfu milljón til Mæðrastyrksnefndar
Súgfirðingurinn og skipstjórinn á Þerney RE, Kristinn Gestsson, og aðrir skipverjar afhentu í gær
Mæðrastyrksnefnd eina milljón króna til styrktar starfi hennar. "Við erum búnir að safna okkur upp ferðasjóði í nokkur ár sem við höfðum hugsað okkur að nýta í ferðalög þegar skipið færi í slipp," segir Kristinn Gestsson skipstjóri.
"Svo dynja þessi ósköp yfir í haust og þá fórum við að endurmeta okkar áætlanir og hugsuðum að það væri kannski ágætt að sýna frekar samstöðu með fólki sem þyrfti á því að halda." Því var ákveðið einrómi að hætta við allar ferðaáætlanir í bili en leggja í staðinn stærsta hluta sjóðsins í gott málefni. "Það er leiðinlegt að leggjast í ferðalög þegar aðrir hafa það svona skítt, og við höfum fylgst með Mæðrastyrksnefnd í gegnum tíðina og því óeigingjarna starfi sem þar fer fram," segir Kristinn og vonar að aðrir feti í sömu fótspor.
"Við hvetjum alla til að sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum, smátt eða stórt, allt skiptir máli."
Heimildir: Morgunblaðið 27. nóvember 2008.
Þar höfum við það, strákarnir á Þerney RE eru gjafmildir og það er virðingarvert að gefa svona stóra upphæð til góðgerðarsamtaka eins og Mæðrastyrksnefndar, sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum. Ég vildi bara skella þessari frétt hingað inn þar sem hún tengist nokkrum Súgfirðingum um borð í Þerney RE sem þar starfa og svo veitir okkur ekkert af jákvæðum fréttum í kreppunni.
Ljósm: Bergþór Guðlaugsson
Kveðja
Róbert

"Svo dynja þessi ósköp yfir í haust og þá fórum við að endurmeta okkar áætlanir og hugsuðum að það væri kannski ágætt að sýna frekar samstöðu með fólki sem þyrfti á því að halda." Því var ákveðið einrómi að hætta við allar ferðaáætlanir í bili en leggja í staðinn stærsta hluta sjóðsins í gott málefni. "Það er leiðinlegt að leggjast í ferðalög þegar aðrir hafa það svona skítt, og við höfum fylgst með Mæðrastyrksnefnd í gegnum tíðina og því óeigingjarna starfi sem þar fer fram," segir Kristinn og vonar að aðrir feti í sömu fótspor.
"Við hvetjum alla til að sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum, smátt eða stórt, allt skiptir máli."
Heimildir: Morgunblaðið 27. nóvember 2008.
Þar höfum við það, strákarnir á Þerney RE eru gjafmildir og það er virðingarvert að gefa svona stóra upphæð til góðgerðarsamtaka eins og Mæðrastyrksnefndar, sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum. Ég vildi bara skella þessari frétt hingað inn þar sem hún tengist nokkrum Súgfirðingum um borð í Þerney RE sem þar starfa og svo veitir okkur ekkert af jákvæðum fréttum í kreppunni.
Ljósm: Bergþór Guðlaugsson
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 12:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.