8.12.2008 | 10:30
Súgfirðingar á Facebook
Vel á annað hundrað Súgfirðingar hafa skráð sig á sérstaka síðu á Facebook undir nafninu:
Súgfirðingar. Líklegt má ætla að fjöldin margfaldist á næstu mánuðum en með þessu móti er auðvelt að senda út tilkynningar um mannamót ofl. Ég skora á sem flesta að skrá sig á Facebook og hitta þar helling af skemmtilegu fólki sem sumir hafa ekki hitt né séð í áraraðir. Ævar Einarsson er nýr á Facebook og þegar ég sagði honum að fyrst hann væri kominn þangað inn, þá mætti allt eins eiga von á að Ölli gamli kæmi þangað inn. Ævar svaraði að bragði,- að nú sé Ölli að hugleiða tölvukaup og það gæti allt eins gerst að kallinn dúkkaði upp á Facebook. Já, svona er lífið :)
Ps. Sigrún Jóns á afmæli í dag,- til hamingju með daginn Sigrún mín.
Myndin er af þeim Önnu Maríu Schmidt og Ágústi Schmidt en Anna gifti sig í sumar og hún er ein af mörgum Facebook-aðdáendum.
Kveðja
Róbert

Ps. Sigrún Jóns á afmæli í dag,- til hamingju með daginn Sigrún mín.
Myndin er af þeim Önnu Maríu Schmidt og Ágústi Schmidt en Anna gifti sig í sumar og hún er ein af mörgum Facebook-aðdáendum.
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:32 | Facebook
Athugasemdir
Takk Róbert minn
Ætlar þú ekki að mæta í "veisluna mína".......Háskólabíó kl. 20:00 í kvöld og það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir
Sigrún Jónsdóttir, 8.12.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.