12.12.2008 | 11:52
Stefnir United með skötuveislu
Í kvöld munu 20 eldhressir karlar úr "Stefni United" hittast til að snæða kæsta skötu að vestfirskum sið. Síðasta skötuveisla var haldin hjá Magnúsi Friðjónssyni en þá mættu 10-12 manns og var kátt á hjalla, sungið, sagðar sögur og gamanvísur. Svo vel tókst til í eldhúsinu hjá Magga að það blossaði upp eldur á eldavélinni sem var slökktur í snatri af mikilli fagkunnáttu húsráðanda.
Upphaflega hófst þessu matarveisla fyrir nokkrum árum þegar Stefnismenn á höfuðborgarsvæðinu spiluðu fótbolta vikulega í Valsheimilinu. Var það Magnús Erlingsson sem tók að sér fyrstu veisluna, síðan kom Robbi Schmidt og þar á eftir Björn Guðbjörns og síðast Maggi Friðjóns. Eyþór Eðvarðs er nú gestgjafinn og stefnir í met-mætingu eða 20 manns. Eyþór en einn af fáum úr hópnum sem enn spilar fótbolta í viku hverri í Garðabæ og því er skorað á sem flesta að mæta í boltann og rifja upp gamla Stefnis-takta. En það verður tekið hressilega á skötunni í kvöld og eins og sönnum Súgfirðingum sæmir, þá verða fluttar margar vísur í tilefni dagsins, sungið og rifjaðar upp sögur. Einnig verður myndasýning úr síðustu veislum eftir matinn og boðið uppá villibráðar-bakka.
Myndir og frásögn frá skötuveislunni verður sett hér á síðuna um helgina þ.e.a.s. ef veislunni lýkur snemma
Læt hér fylgja eina stutta og hnitmiðaða vísu sem kom frá Birni Guðbjörns:
Bíta beit,
hef bitið í skötuna.
Skíta skeit,
hef skitið í fötuna.
Róbert
Upphaflega hófst þessu matarveisla fyrir nokkrum árum þegar Stefnismenn á höfuðborgarsvæðinu spiluðu fótbolta vikulega í Valsheimilinu. Var það Magnús Erlingsson sem tók að sér fyrstu veisluna, síðan kom Robbi Schmidt og þar á eftir Björn Guðbjörns og síðast Maggi Friðjóns. Eyþór Eðvarðs er nú gestgjafinn og stefnir í met-mætingu eða 20 manns. Eyþór en einn af fáum úr hópnum sem enn spilar fótbolta í viku hverri í Garðabæ og því er skorað á sem flesta að mæta í boltann og rifja upp gamla Stefnis-takta. En það verður tekið hressilega á skötunni í kvöld og eins og sönnum Súgfirðingum sæmir, þá verða fluttar margar vísur í tilefni dagsins, sungið og rifjaðar upp sögur. Einnig verður myndasýning úr síðustu veislum eftir matinn og boðið uppá villibráðar-bakka.
Myndir og frásögn frá skötuveislunni verður sett hér á síðuna um helgina þ.e.a.s. ef veislunni lýkur snemma
Læt hér fylgja eina stutta og hnitmiðaða vísu sem kom frá Birni Guðbjörns:
Bíta beit,
hef bitið í skötuna.
Skíta skeit,
hef skitið í fötuna.
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Athugasemdir
Stefnisstrákarnir eru náttúrulega langflottastir Góða skemmtun
Sigrún Jónsdóttir, 12.12.2008 kl. 11:55
Góða skemmtun strákar, þið eruð náttúrulega langbestir............ ÁFRAM STEFNIR !!!!!!!
Halldóra Hannesdóttir, 12.12.2008 kl. 20:18
Heyrðu nú mig; fæddur Súgfirðingur! Þekkirðu Siggu Sumarliða sem var með mötuneytið í fyrndinni????
Heiða Þórðar, 13.12.2008 kl. 23:38
Heiða ömmustelpan hennar Siggu? ef svo er þá erum við gamlir leikfélagar ;)
Halldóra Hannesdóttir, 14.12.2008 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.