7.1.2009 | 13:28
Þrettándagleði í Brekkukoti
Þóra Þórðardóttir kennari í Súgandafirði frá 1962 hefur haldið þeim sið að bjóða öllum börnum á grunnskólaaldri í Súgandafirði til veislu á þrettándanum á heimili sitt og er þetta í 41. skipti sem boðið er til Þrettándagleði. Þóra er að kenna sinn síðasta vetur við Grunnskólann á Suðureyri en hún verður 70 ára nú í sumar.
Börnin kunna vel að meta þennan góða og skemmtilega sið, dansað er í kringum jólatré, jólasveinar koma í heimsókn, farið er í leiki við börnin og boðið er uppá súkkulaði og kökur. Að lokum eru jólin kvödd með blysum og flugeldaskotum þar sem húsbóndinn Valgeir Hallbjörnsson stendur við stjórnvölinn. Hópurinn sem komið hefur á þrettándagleðina hjá Þóru og Valla síðastliðin 40 ár er því orðinn fjölmennur og víst er að honum fylgja góðar minningar um sanna jólagleði.
Ljósmyndir: Svava Rán Valgeirsdóttir
robert@skopmyndir.com
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.