27.1.2009 | 17:28
Afsláttur 66°N fer eftir frostinu á Suðureyri
Á vefsíðu 66°Norður kemur fram sú skemmtilega staðreynd að 66°Norður hafi verið stofnað á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1926. Stofnandi fyrirtækisins var Hans Kristjánsson ásamt nokkrum öðrum aðilum. Hans hafði kynnt sér sérstaklega framleiðslu sjófatnaðar í Noregi nokkrum árum áður.
Verð á fatnaði 66°N fer núna eftir frostinu á Suðureyri.
Í hver skipti sem hitinn þar fer niður fyrir frostmark verður afslátturinn í verslunum 66°N á meðan kuldakastið varir. Ef mælirinn sýnir -1°C til -5°C er afslátturinn 5% og svo koll af kolli. Sem sagt, eftir því sem frostið eykst á Suðureyri hækkar afslátturinn hjá 66°Norður. Svo einfalt er nú það. En ath að afslátturinn gildir ekki ofaná auglýst tilboð í verslunum 66°Norður.
Fisherman á Suðureyri er endursöluaðili 66°Norður á Suðureyri.
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.