28.1.2009 | 12:37
Þorrablót foreldrafélags Grunnskólans á Suðureyri
Foreldrafélag Grunnskólans á Suðureyri stóð fyrir sínu árlega þorrablóti í nýja íþróttahúsinu föstudaginn 23. Janúar. Góð þátttaka var að blótinu, sem sótt var af skólabörnum og foreldrum þeirra, ásamt systkinum, öfum og ömmum. Borðhald var með hefðbundnum hætti og mátti sjá ýmsa þjóðlega rétti renna ljúft í gesta maga. Undir borðum tróð Þóra Þórðardóttir, kennari m.a. upp með skemmtidagskrá þar sem yngstu börnin fengu að spreyta sig. Auk þess stigu nokkrar mæður á svið og fluttu leikþátt við góðar undirtektir blótsgesta.
Snorri Sturluson, kennari var með spennandi spurningakeppni og unglingahljómsveitin BROT flutti blótsgestum nokkur rokkuð lög, en hljómsveitin er eingöngu skipuð nemendum úr Grunnskólanum á Suðureyri. Bandið er með aðstöðu í Bryggjukoti, en svo nefnist áhaldaskemman hans Valgeirs Hallbjörnssonar á Suðureyri. Að lokum var dans stiginn fram eftir kveldi undir ljúfri diskó-tónlist 9. og 10. bekkjar.
Myndir frá þorrablótinu er að finna hér:
http://sudureyri.blog.is/album/orrablot_grunnskolans_2009/
Kveðja
Texti og myndir: Sturla Páll Sturluson
Ljósmyndir: Halldóra Hannesdóttir (að hluta í albúmi)
Snorri Sturluson, kennari var með spennandi spurningakeppni og unglingahljómsveitin BROT flutti blótsgestum nokkur rokkuð lög, en hljómsveitin er eingöngu skipuð nemendum úr Grunnskólanum á Suðureyri. Bandið er með aðstöðu í Bryggjukoti, en svo nefnist áhaldaskemman hans Valgeirs Hallbjörnssonar á Suðureyri. Að lokum var dans stiginn fram eftir kveldi undir ljúfri diskó-tónlist 9. og 10. bekkjar.
Myndir frá þorrablótinu er að finna hér:
http://sudureyri.blog.is/album/orrablot_grunnskolans_2009/
Kveðja
Texti og myndir: Sturla Páll Sturluson
Ljósmyndir: Halldóra Hannesdóttir (að hluta í albúmi)
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.