Leita í fréttum mbl.is

Grímudansleikur á Suðureyri

Miðvikudaginn 25. Feb. stóð Íþróttafélagið Stefnir og Foreldrafélag Grunnskólans fyrir árlegu maska-Fsú og þorrabl  og flr 129dansleik í Fsú. Að vanda mættu margar furðuverur á dansleikinn þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og síðan stiginn dans á eftir.  Aðstandendur  voru sammála um að í ár hefði þátttakan verið óvenju góð og   búningar barnanna verið vandaðir og ljóst að margir höfðu lagt á sig mikla vinnu við gerð búninganna. Þegar dansleiknum lauk gengu börnin í hús á Suðureyri og sungu fyrir heimamenn. Að launum fengu þau eitthvað gott nammi frá húsráðendum. Það voru því mörg börn sem sofnuðu þreytt þetta kvöldið, með leifar af málningunni enn í andlitinu og létu sig dreyma um fullan nammipoka sem biði þeirra næstu dag.

Kveðja

Sturla Páll Sturluson
SuðureyriFsú og þorrabl  og flr 143


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Framtaksemin hjá ykkur Súgfirdingum á sér engin takmörk og er ég stolt af ykkur.

Gangi ykkur öllum áfram svona vel.

Gudrún Hauksdótttir, 28.2.2009 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband