Leita í fréttum mbl.is

Rauðmagavertíðin hafin í Súgandafirði

Vorboðinn ljúfi, rauðmaginn er kominn í Súgandafjörð. Þeir Ævar Einarsson og Valgeir Hallbjörnsson valli_og_aevarfengu sex rauðmaga í netin sín við Stekkjarnesið fyrir fáeinum dögum sem segir að vorið er á næsta leiti þótt páskahretið sé enn eftir og Hvítasunnuhretið líka. Rauðmagaveiðin í Súgandafirði í fyrra var mjög góð en þá veiddust um eða yfir 5000 rauðmagar í net súgfirskra rauðmagaveiðimanna en þeir sem voru öflugastir í fyrra voru þeir Bjössi Kristmanns, Egill Kitt, Valli & co og síðan lagði Ölli fáein net með Steina og Ævar var líka með rauðmaganet í sjó. Meðfylgjandi mynd tók undirritaður af þeim Ævari og Valla í fyrra þegar þeir prófuðu Haukalóð út af Galtarvita.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband