Leita í fréttum mbl.is

Gamlir fréttamolar úr Eyrarpóstinum

Sjálfsagt muna margir Súgfirðingar eftir Eyrarpóstinum sem Einar Logi Einarsson gaf út á Suðureyri í kringum 1983 og 1985. Sveinbjörn Dýrmundsson tók síðan við útgáfunni. Það virkilega skemmtilegt að lesa þessi blöð og þar kennir margra grasa. Það er því tilvalið að birta gamla fréttamola og efni úr Eyrarpóstinum hér á síðunni vonandi öllum til gamans.

Eyrarpósturinn
14. nóv 1984

"Hitaveitan bilaði í gær. Búist er við að bilunin finnist ekki fyrr en undir kvöldið og að viðgerð geti tekið 2-3 sólahringa. Á meðan liggur öll starfsemi Grunnskólans og Tónskólans niðri, en hefst strax aftur, þegar hitaveitan kemst í lag."


"Kjartan Rafn og Oddur hringdu og kvörtuðu yfir miklum hálkublettum víða og tiltóku sérstaklega gangstéttina við Túngötuna á leið til skólans og hjá stiganum fyrir ofan Kaupfélagið. Þarna þyrfti að bera sand á,- sögðu þeir félagar."

Eyrarpósturin
7. nóv 1984

"Maður hafði samband við blaðið og var óhress yfir þeirri "skemmdarstarfsemi", eins og hann orðaði það, sem börn og unglingar hefðu gagnvart ísnum á tjörninni. Hann næði nálega aldrei að frjósa, því hann væri brotinn áður og þarna færi prýðis skautasvell forgörðum."


Eyrarpósturinn
31. okt 1984

Gripið niður í samþykkt um hundahald í Suðureyrarhreppi:
"Hundahald er bannað í Suðureyrarhreppi. Frávik heimil til lögregluyfirvalda, blindra, fólks með sálræn vandamál og fyrir minkahunda. Leyfishöfum ber að skrá hunda sína, greiða skráningargjald, ábyrgðartryggja þá og hlíta ennfremur reglum um hreinsun hunda. Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í taumi í fylgd með aðila, sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hunda inn í samkomuhús, skólahús, matvöruverslanir eða aðra staði, þar sem matvæli eru um hönd höfð. Heimilt er að aflífa óleyfilega hunda 10 dögum eftir að þeir hafa verið færðir í sérstaka hundageymslu á vegum Suðureyrarhrepps, hirði eigendur ekki um að ráðstafa þeim og greiða áfallinn kostnað."

Þar höfum við það Wink
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband