Leita í fréttum mbl.is

Jens Daníel Holm maður leiksins

Nýverið hittust nokkrir Stefnismenn í Reykjavík til að horfa á 26 ára gamlan knattspyrnuleik sem S5tekinn var upp á myndband þegar liðið lék við Aftureldingu á Skeiðinu á Ísafirði 18. júní 1983 í 4 deild Íslandsmóts KSÍ. Leikurinn var spennandi og ágætlega leikinn. Ákveðið var að sýna leikinn í heimabyggð liðsins, Suðureyri um páskana og var nokkrum hressum Stefnismönnum smalað saman í kaffistofu Íslandssögu til að bæði horfa á leikinn sem og að afhenda verðlaun "Maður leiksins" 26 árum eftir leikinn. Björn Guðbjörnsson sagði gestum frá markatölum og leiktíð Stefnis þetta sumarið og skólastjórinn okkar, Magnús S. Jónsson fór yfir sögu knattspyrnu Stefnis frá "Gullaldarárunum" sem þeir sem eru komnir yfir fimmtugt muna vel eftir að hafa tekið þátt í.

Eftir leikinn var "Maður leiksins" valinn en það kom í hlut Jens Daníels Holm sem stóð sig frábærlega sem markvörður í umræddum leik við Aftureldingu en þess má geta að leikurinn fór 3-3. Það var Björn S8Guðbjörnsson sem afhenti Jens verðlaunagrip að launum og fékk hann klapp frá viðstöddum.

Ég hef bætt nýjum ljósmyndum frá seinni áhorfi leiksins sem fram fór á Suðureyri á Föstudaginn langa inn í albúm á síðunni sem heitir Stefnir & Afturelding.

Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband