23.4.2009 | 10:48
Sumardagurinn fyrsti opnaði með snjókomu
Það hefur oft verið sagt hér vestra að Sumardagurinn fyrsti sé of snemma á dagatalinu miðað við árferði s.l. áratugina og enn lengra aftur ef menn vilja rýna betur í staðreyndir. En íbúar á Suðureyri og í Súgandafirði vöknuðu upp í morgun á Sumardaginn fyrsta með norðan snjókomu en nú er um 10 cm jafnfallinn snjór um þorpið og eflaust einhverjir komnir á sumardekkin. Það kemur íbúum hér ekkert á óvart að það snjói vel í apríl enda hefur það gerst svo lengi sem elstu menn muna.
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist 2,4 stiga frost á Seljalandsdal við Ísafjörð og 1,9 stiga frost í Árnesi og 1,3 stiga frost að Hjarðarlandi í Árnessýslu. Tekkið skal fram í öllum tilvikum er um mælingu í tveggja metra hæð að ræða og ekki ólíklegt að frost hafi verið meira við jörð.
Í Reykjavík fór hitinn lægst í 0,9 gráður í nótt en við jörðu fór hann lægst í 1,1 stigs frost. Margir ökumenn fóru ekki varhluta af hálkunni í morgunsárið og hefur verið mikið annríki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölda umferðaróhappa.
Gleðilegt sumar þrátt fyrir að veturinn sé hér enn
Kveðja
Róbert
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist 2,4 stiga frost á Seljalandsdal við Ísafjörð og 1,9 stiga frost í Árnesi og 1,3 stiga frost að Hjarðarlandi í Árnessýslu. Tekkið skal fram í öllum tilvikum er um mælingu í tveggja metra hæð að ræða og ekki ólíklegt að frost hafi verið meira við jörð.
Í Reykjavík fór hitinn lægst í 0,9 gráður í nótt en við jörðu fór hann lægst í 1,1 stigs frost. Margir ökumenn fóru ekki varhluta af hálkunni í morgunsárið og hefur verið mikið annríki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölda umferðaróhappa.
Gleðilegt sumar þrátt fyrir að veturinn sé hér enn
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.