27.4.2009 | 20:18
Lilja Rafney á þing fyrir VG
Lilja Rafney Magnúsdóttir, súgfirski þingmaður VG kom til Suðureyrar í dag en hún náði kjöri í annað
sætið á lista VG í Norðvestur kjördæmi ásamt Jóni Bjarnasyni og datt inná þing með glæsilegri kosningu. Lilja er nú ekki að stíga sín fyrstu spor í pólitík en hana þekkja velflestir Vestfirðingar sem baráttukonu verkalýðsins til margra ára.
Aðspurð um breytingar á búsetu vegna þessarar nýju stöðu, kvaðst Lilja þurfa að skoða húsnæði á Reykjavíkursvæðinu næstu daga en hún ætlar þrátt fyrir störf sín fyrir sunnan að koma vestur eins oft og hún getur enda á hún fjölskyldu á Suðureyri. Eiginmaður Lilju er Hilmar Gunnarsson vörubifreiðastjóri og vélaviðgerðamaður. Ég óska Lilju til hamingju með glæstan árangur í alþingiskosningunum og baráttukveðjur á þingið.
Ljósmynd: bb.is
Kveðja
Róbert

Aðspurð um breytingar á búsetu vegna þessarar nýju stöðu, kvaðst Lilja þurfa að skoða húsnæði á Reykjavíkursvæðinu næstu daga en hún ætlar þrátt fyrir störf sín fyrir sunnan að koma vestur eins oft og hún getur enda á hún fjölskyldu á Suðureyri. Eiginmaður Lilju er Hilmar Gunnarsson vörubifreiðastjóri og vélaviðgerðamaður. Ég óska Lilju til hamingju með glæstan árangur í alþingiskosningunum og baráttukveðjur á þingið.
Ljósmynd: bb.is
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 20:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.