28.4.2009 | 12:30
Endurbætur á Súgfirðingasetrinu að hefjast
Þessa stundina er verið að slá upp vinnupöllum utan um Aðalgötu 18 (Súgfirðingasetrið) en
framundan eru endurbætur sem nokkrir sjálfboðaliðar munu framkvæma frá og með 1. maí nk. Til stendur að setja nýtt þak á húsið og lagfæra múrhúð að utan. Óvíst er hvað endurbæturnar muni taka langan tíma en Súgfirðingafélagið í Reykjavík á ákveðin sjóð til framkvæmda sem vonandi dugir að mestu leiti fyrir kostnaði. Vitað er að formaður og gjaldkeri félagsins, Sigurþór og Atli Ómarsynir, mæta galvaskir ásamt fríðu föruneyti á næstu dögum vestur í Súgandafjörð með hamra og sagir, klárir í að ráðast í þetta verkefni enda liggur húsið undir skemmdum og er verulega farið að láta á sjá að utan.
Kveðja
Róbert

Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.