30.4.2009 | 22:46
Valli búinn að landa rúmlega 500 rauðmögum
Valgeir Hallbjörnsson er seigur á rauðmaganum en það sem af er vori er kallinn búinn að draga vel á sjötta hundrað rauðmaga á bátnum sínum Tjaldi. Ævar Einarsson, sem er í fæðingarorlofi, hefur farið með Valla í netin undanfarið og þeir félagar veitt vel. Í síðasta drætti náði Valli 100 rauðmögum í 11 net og sum netin voru bæði fyrir utan og innan skerið við hafnarbakkann. Valli er enn sem komið er eini báturinn í Súgandafirði sem er á rauðmaganetum en í fyrra voru þeir Egill Kitt og Bjössi Kristmans drjúgir og svo lögðu þeir Ölli og Steini nokkur net í fjörðinn.
Kveðja
Róbert
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Af mbl.is
Viðskipti
- Hverjir eru fjárfestar?
- Verðbólguspá næstu mánaða hefur hækkað
- Markmið að vera fjárfestingarhæft
- Afgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 milljarðar
- Skel hlýtur viðskiptaverðlaun
- Hagstofan og gervigreindin
- Heimilin vel í stakk búin
- Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum
- Helmingur erlendrar netverslunar kemur frá Eistlandi
- Samræming hönnunargagna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.