Leita í fréttum mbl.is

Valli búinn að landa rúmlega 500 rauðmögum

Valgeir Hallbjörnsson er seigur á rauðmaganum en það sem af er vori er kallinn búinn að draga vel valgeir_hallbjornssoná sjötta hundrað rauðmaga á bátnum sínum Tjaldi. Ævar Einarsson, sem er í fæðingarorlofi, hefur farið með Valla í netin undanfarið og þeir félagar veitt vel. Í síðasta drætti náði Valli 100 rauðmögum í 11 net og sum netin voru bæði fyrir utan og innan skerið við hafnarbakkann. Valli er enn sem komið er eini báturinn í Súgandafirði sem er á rauðmaganetum en í fyrra voru þeir Egill Kitt og Bjössi Kristmans drjúgir og svo lögðu þeir Ölli og Steini nokkur net í fjörðinn.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband