Leita í fréttum mbl.is

Gamla þakjárnið komið af Súgfirðingasetrinu

Mikið líf er nú í og á Súgfirðingasetrinu þessa dagana en vinnuhópur úr Reykjavík vinnur hörðum 14höndum við endurbætur á þaki hússins og miðar verkinu vel. Strákarnir byrjuðu í gær að rífa þakjárnið af og kláruðu það fyrir hádegi í dag. Stefna þeir á að setja nýjan þakpappa á og nýtt járn í dag og á morgun. Veður var skaplegt í dag og um tíma skein sólin á þessa harðduglegu kappa sem leggja mikið á sig í sjálfboðavinnu fyrir Súgfirðingafélagið í Reykjavík. Í hópnum eru þeir bræður Sigurþór og Atli Ómarssynir, Bjarki Þór Bjarnason og tveir til viðbótar sem ég hef ekki fengið nöfn á ennþá.

Íslandssaga útvegaði strákunum fisk í matinn í gærkveldi og í kvöld mun undirritaður elda nýskotinn svartfugl fyrir þá enda verða þeir líklega svangir og þreyttir eftir 19þessa erfiðu vinnu. Hér á Suðureyri fá þeir ágæta aðstoð frá heimamönnum og fyrirtækjum sem er þakkarvert í alla staði. Ég segi betur frá hvernig verkinu miðar um helgina. Fleiri myndir eru í merktu myndaalbúmi á forsíðunni.

Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband