1.5.2009 | 13:29
Gamla þakjárnið komið af Súgfirðingasetrinu
Mikið líf er nú í og á Súgfirðingasetrinu þessa dagana en vinnuhópur úr Reykjavík vinnur hörðum höndum við endurbætur á þaki hússins og miðar verkinu vel. Strákarnir byrjuðu í gær að rífa þakjárnið af og kláruðu það fyrir hádegi í dag. Stefna þeir á að setja nýjan þakpappa á og nýtt járn í dag og á morgun. Veður var skaplegt í dag og um tíma skein sólin á þessa harðduglegu kappa sem leggja mikið á sig í sjálfboðavinnu fyrir Súgfirðingafélagið í Reykjavík. Í hópnum eru þeir bræður Sigurþór og Atli Ómarssynir, Bjarki Þór Bjarnason og tveir til viðbótar sem ég hef ekki fengið nöfn á ennþá.
Íslandssaga útvegaði strákunum fisk í matinn í gærkveldi og í kvöld mun undirritaður elda nýskotinn svartfugl fyrir þá enda verða þeir líklega svangir og þreyttir eftir þessa erfiðu vinnu. Hér á Suðureyri fá þeir ágæta aðstoð frá heimamönnum og fyrirtækjum sem er þakkarvert í alla staði. Ég segi betur frá hvernig verkinu miðar um helgina. Fleiri myndir eru í merktu myndaalbúmi á forsíðunni.
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Af mbl.is
Íþróttir
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
- Áfall fyrir Liverpool-leikinn
- Orri Steinn frá keppni vegna meiðsla
- Tveggja leikja bann fyrir illkvittna aðgerð
- Fyrirliðinn meiddur í annað sinn á tímabilinu
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.