2.5.2009 | 21:34
Þakplata slasaði mann við Súgfirðingasetrið í dag
Það lá við stórslysi um miðjan dag við Súgfirðingasetrið þegar mikil vindhviða feykti stórri þakplötu af þakinu en á henni voru tveir menn og voru að fara að negla hana niður þegar hviðan kom. Þeir köstuðust af plötunni og mátti þakka að þeir fóru ekki niður af húsinu en fallið er rúmir 10 metrar. Ævar Einarsson var að spjalla við Sigurþór, Atla og Bjarka í garðinum þegar þetta gerðist og kom þakplatan á ógnarhraða niður af þakinu og stefndi beint á strákana. Sem betur fer náðu allir að kasta sér undan plötunni en Ævar var óheppinn og fékk hana í bakið og kastaðist af hjólinu sem hann var á. Lögregla og sjúkrabíll mættu á staðinn og var Ævar fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.
Í samtali við Ævar rétt í þessu, bar hann fyrir góða kveðju til strákana í Súgfirðingasetrinu en hann er illa marinn á baki og hruflaður. "Það má segja að úlpan sem ég var í hafi bjargað mér algerlega. Annars hefði platan stungist í gegn. Strákarnir voru allir heppnir því platan hefði getað tekið höfuðið af þeim öllum," sagði Ævar en hann ætlaði einmitt að heilsa uppá strákana til að bjóða þeim í félagsheimilið um kvöldið til að spila fyrir þá músík og syngja, svona rétt til að skemmta þeim örlítið eftir alla þessa miklu vinnu s.l. daga við Súgfirðingasetrið, þegar óhappið gerðist.
Að sögn Sigurþórs Ómarssonar sem er einn af vinnumönnum við þakið á Súgfirðingasetrinu eru þeir allir í hálfgerðu sjokki eftir þetta en ef þeir hefðu ekki náð að kasta sér frá þakplötunni, þá hefðu þeir stórslasast á höfði. "Það var bara kraftaverk að þakplatan náði ekki í andlitin á okkur en við náðum allir að snúa okkur undan á sekúndubroti," sagði Sigurþór.
Vinnan við að koma þakjárninu á hefur gengið vonum framar en aðeins er eftir smá hluti af þakinu sem verður klárað á morgun. Neðri myndin var tekin í gærmorgun þegar þeir náðu að taka allt gamla járnið af.
Við sendum Ævari bestu kveðjur um góðan bata
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 21:38 | Facebook
Af mbl.is
Innlent
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
- Yfir 300 stæði fóru undir hraun
- Fullvissa ferðamenn um að hér sé öruggt
- Flogið á milli ljósaskipta
- Beint: Kosningafundur eldri borgara með frambjóðendum
- Tafir á þjónustu vegna ágreiningsmála um þjónustu
- Viðgerðir munu taka nokkra daga
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.