Leita í fréttum mbl.is

Sumarhátíð Súgfirðingafélagsins 26-28 júní

Helgina 26-28 Júní ætlar Súgfirðingafélagið í Reykjavík að efna til sumarhátíðar í Miðdal, á lóðSu 8 prentara og bókagerðarmanna, ca. 5 mínútna keyrsla frá Laugarvatni.  Inná svæðið og tjaldstæði í 2 nætur fyrir fjölskylduna kostar alls 2000 kr.“   Dagskráin verður óhefðbundin eins og í fyrra.  Meðal þess sem er í boði eru ýmsir leikir fyrir alla fjölskylduna, svo sem pokahlaup, plankahlaup, boðhlaup, reyptog, eggjahlaup og margt fleira á meðan veður leyfir.  18 holu golfvöllur er á staðnum, leiktæki fyrir börnin og stutt í sund á Laugarvatni. Allir þeir sem taka þátt í hinum ýmsu leikjum fá verðlaunapening. Salernis og sturtuaðstaða er á svæðinu.

Furðufatakeppni.  
Efnt verður til furðufatakeppni sem kemur til með að standa alla helgina, allt kemur til greina svo endilega opnið fataskápana og tínið til gömlu fötin sem þið eruð hætt að nota. Með von um jákvæð viðbrögð og við sjáum sem flesta helgina 26-28 júní.   

Súgfirðingafélagið í Reykjavík.

Myndina tók Róbert Schmidt af Kolbrúnu Elmu Schmidt, frænku sinni og börnum sínum, þeim Arnóri Schmidt og Berglindi Melax á Sæluhelginni á Suðureyri 2008.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband