Leita í fréttum mbl.is

Veiddu 70 kg stórlúðu

Þeir Steindór Ingi Kjellberg og Tony á Kristjáni ÍS settu í 70 kg stórlúðu á línu fyrir stuttu um það bil 30 mílur út af LuduhausSúgandafirði og var talsverður slagur að ná lúðunni inn fyrir. Lúðan var síðan send á fiskmarkað og seld. Stórlúður færa sig óðum á landgrunninn á þessum árstíma og seinni part maí geta menn búist við að setja í vænar lúður skammt frá landi og oft mjög grunnt. Talið er að stórlúður sæki mikið í rauðmaga á grunnslóðinni og jafnvel staðsetji sig undir fuglabjörgum þar sem þær borða svartfuglsegg sem falla úr bjarginu niður á sjávarbotninn.

Von er á fyrstu Þjóðverjunum til Suðureyrar og Flateyrar n.k. miðvikudag en sjóstangaveiðivertíðin hefst á þessum stöðum um miðjan maímánuð. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvort stórlúðum verður landað með vorinu en allir þýskir sjóstangaveiðimenn lifa í voninni um að setja í þá stóru. Ekki má gleyma fjölda heimamanna sem hafa brennandi áhuga á slíkri veiði og aldrei að vita nema nokkrir áhugasamir leggi haukalóð hér fyrir utan þegar líður á mánuðinn.

Kveðja

Róbert 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband