16.5.2009 | 10:06
64 ára veiðimaður veiddi 140 sm lúðu
Sænska áhöfnin á Bobby 3 frá sjóstangaveiðifyrirtækinu Hvíldarkletti kom í land í gærdag með 140 sm langa lúðu sem vó 31 kg. Það var Lage Hultman, 64 ára gamall veiðimaður frá bænum Nyland í Svíþjóð sem setti í lúðuna í Kantinum um miðjan dag í gær (föstud 15. maí) skömmu áður en svartaþoka lagðist yfir miðin. Bardaginn tók rúman hálftíma og á sama augnarblikinu þegar sérstökum skutli er komið fyrir í lúðunni, þá losnaði pilkurinn úr kjaftviki lúðunnar. Þetta er stærsta lúða sem Lage hefur veitt á sínum ferli og var kallinn að vonum kátur með fenginn. Svíarnir veiddu mjög vel þennan dag, settu í nokkra 20 kg + rígaþorska á svipuðum slóðum.
Þetta er fyrsta lúða sumarsins sem veiðist á Bobby bát frá Suðureyri en í síðustu viku veiddist 15 kg lúða á Bobby bát frá Flateyri sem mældist 112 sm löng. Menn telja að lúðurnar séu farnar að skríða upp að landgrunninum því áhöfnin á Báru ÍS (Oddur Hannesar og Bjarni Karls) fengu þrjár lúður á línuna fyrir fáeinum dögum sem voru í kringum 25-35 kg að þyngd.
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert Schmidt
robert@skopmyndir.com
S: 8404022
Þetta er fyrsta lúða sumarsins sem veiðist á Bobby bát frá Suðureyri en í síðustu viku veiddist 15 kg lúða á Bobby bát frá Flateyri sem mældist 112 sm löng. Menn telja að lúðurnar séu farnar að skríða upp að landgrunninum því áhöfnin á Báru ÍS (Oddur Hannesar og Bjarni Karls) fengu þrjár lúður á línuna fyrir fáeinum dögum sem voru í kringum 25-35 kg að þyngd.
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert Schmidt
robert@skopmyndir.com
S: 8404022
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.