16.5.2009 | 17:43
Súgandafjörður í öllum sínum skrúða
Súgandafjörður skartaði sínu fegursta í sumarblíðunni í dag, stafalogn og sólskin, börnin á
hjólaskautum, íbúar að vinna í görðunum sínum og bátarnir að landa dagsaflanum. Mannlífið iðar af lífi þegar sólin lætur sjá sig og allt lifnar við. Vonandi snjóar ekki meira í vor en menn muna vel eftir ófærð yfir Botnsheiði um miðjan júní hér á árum áður. En eftir að göngin komu, þá ber minna á því. Læt hér fylgja tvær ljósmyndir sem ég tók út fjörð og inn fjörð. Alltaf jafn fallegur fjörðurinn í logninu.
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert

Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert

Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:45 | Facebook
Af mbl.is
Fólk
- Irwin í aðalhlutverki í auglýsingu sem segir sex
- Kanye West segir Biöncu hafa farið frá sér
- Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið
- Skynja fremur en skilja
- Van Damme sagður hafa sofið hjá fórnarlömbum mansals
- Svona lítur Dewey út í dag
- Kröftugar kenndir kvikna
- Nældi sér í annan ungan körfuboltamann
- Grenntist með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja
- Íslensk sjónvarpssería á Cannes Series-hátíðinni
Athugasemdir
Ég fæ nú alveg hlýju og söknuð í hjartað þegar ég sé þessar dásamlegu myndir af firðinum fallega í mikla logninu
kemst vonandi vestur einn fagran dag í sumar.
Vala (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.