Leita í fréttum mbl.is

Þóra Þórðardóttir kveður kennslustarfið eftir 47 ár

Grunnskóli Suðureyrar stóð fyrir árlegri skólasýningu s.l. sunnudag þar sem verk nemenda frá 1liðnum vetri voru sýnd gestum og gangandi. Haldið var skólaskákmót og boðið uppá nýbakaðar vöfflur og drykki. Óðinn Gestsson afhenti, fyrir hönd foreldra og nemenda, Þóru Þórðardóttur blómvönd og gjöf í tilefni þess að Þóra er nú að ljúka 47 ára starfi sem kennari og leiðbeinandi í Súgandafirði. Þóra, sem verður sjötug í ár, hóf kennslu árið 1962 og tók sér síðan 3ja ára barneignarfrí en hélt svo áfram alveg til dagsins í dag. Þóra byrjaði barnakennslu við Grunnskóla Suðureyrar 1981.

Óðinn flutti ávarp og þakkað Þóru fyrir uppbyggjandi og óeigingjarnt starf sem ófáir Súgfirðingar hafa notið í gegnum áratugina. Þóra þakkaði fyrir sig og 2segist kveðja með söknuði eftir allan þennan skemmtilega tíma sem hún hefur átt með börnunum en þau eru framtíðin og þess vegna þarf að leggja grunninn vel og vandlega fyrir þau og umfram allt að hafa lífið skemmtilegt. Það sem einkenndi kennsluaðferðir Þóru til barnanna var sköpunargleði, sjálfstæði og leikur að sögn Magnúsar Jónssonar skólastjóra sem jafnframt þakkaði Þóru fyrir frábært starf í þágu skólans og nemenda.

Kveðja

Róbert3
Ljósmyndir: Róbert Schmidt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband