28.5.2009 | 19:08
Siggi á Lukku Ís með 88 kg stórlúðu
Siggi Odds á Lukku ÍS 357 hefur verið að leggja haukalóðir hér fyrir utan firðina s.l. daga og vikur og hann uppskar væna stórlúðu í morgun þegar hann snaraði inn fyrir borðstokkinn 207 sm lúðu sem vó 88 kg. Lúðan mældist jafnframt 102 sm á breiddina. Í fyrra náði Siggi í ágæta lúðu sem var í kringum 40 kíló sem myndi líta út eins og koli við hliðina á þessari sem hann landaði í dag. "Jú, þetta er ágæt lúða og talsvert stærri og þyngri en ég bjóst við. Það var ekkert stórmál að ná henni inn fyrir en ég missti eina góða um daginn sem náði að slíta sig lausa undir bátinn rétt áður en hún kom á yfirborðið", sagði Siggi.
Haukalóðirnar leggur hann á ákveðna bletti sem hafa gefið stórlúður og svo er líka gott að prófa nýja staði. Venjulega eru lóðirnar látnar liggja í nokkra daga áður en þær eru dregnar. Beitt er ýsu, smáþorski og ufsa. Stórlúður eru utan kvóta og þess má geta að kílóverð á fiskmörkuðum sl daga og vikur hefur verið frá 500 til 1000 kr en verðið hækkar svo um munar þegar lúðan er komin í verslanir, því samkvæmt heimildum frá Nóatúni er kílóverð á stórlúðu á 2500 kr.
Kveðja
Róbert Schmidt
Ljósmynd: Róbert Schmidt
Haukalóðirnar leggur hann á ákveðna bletti sem hafa gefið stórlúður og svo er líka gott að prófa nýja staði. Venjulega eru lóðirnar látnar liggja í nokkra daga áður en þær eru dregnar. Beitt er ýsu, smáþorski og ufsa. Stórlúður eru utan kvóta og þess má geta að kílóverð á fiskmörkuðum sl daga og vikur hefur verið frá 500 til 1000 kr en verðið hækkar svo um munar þegar lúðan er komin í verslanir, því samkvæmt heimildum frá Nóatúni er kílóverð á stórlúðu á 2500 kr.
Kveðja
Róbert Schmidt
Ljósmynd: Róbert Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt 2.6.2009 kl. 23:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.