2.6.2009 | 23:34
Líf og fjör á Sjómannadaginn
Það verður líf og fjör á Sjómannadaginn hér á Suðureyri um næstu helgi en búið er að ráða hljómsveit sem skipuð er Guðmundi Hjaltasyni & co en þeir munu leika fyrir dansi á laugardagskvöldið en á undan verður heljarinnar fiskiveisla í boði Íslandssögu fyrir utan Félagsheimili Súgfirðinga. Heyrst hefur að brottfluttir Súgfirðingar muni fjölmenna vestur um helgina enda hefur Sjómannadagurinn á Suðureyri alltaf verið líflegur og skemmtilegur. Arnar Guðmundsson og róðrasveinar hans náðu kappróðrarbikarnum í fyrra og líklegt er að áhöfn Hrefnu ÍS muni leggja allt í sölurnar til að endurheimta hann á hilluna hans Sigurvins á Hjallaveginum. Ítarleg dagskrá Sjómannadagsins verður sett hér inna skamms.
Kveðja
Róbert
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.