10.6.2009 | 17:18
Frá Sjómannadeginum
Sjómannadagshelgin hér á Suðureyri heppnaðist mjög vel en keppt var í kappróðri og knattspyrnu á laugardeginum og er óhætt að segja að kappróðurinn skilaði af sér talsverðu skemmtanagildi því þrír bátar lenntu í straumnum við hafnargarðinn og soguðust inn fyrir. Þeir voru dregnir á hraðbát aftur til hafnar og allir komu þeir aftur
Einnig var Íslandssaga með opið hús og bauð uppá reyktan rauðmaga, harðfisk, kaffi og gos fyrir gesti. Veður var einmuna gott á laugardeginum og mikil stemning fyrir utan FSÚ þegar boðið var uppá glæsilega fiskiveislu til handa gestum og gangandi. Söngdagskrá var jafnframt í félagsheimilinu á meðan fiskiveislan stóð yfir og undir miðnætti var sjóaraball á gamla mátann.
Sunnudagurinn rann upp með þoku og kaldri hafgolu en skemmtidagskráin fór samt fram á hafnarsvæðinu þar sem keppt var í kararóðri, reipitogi, kappbeitingu, brettaboðhlaupi og karaboðhlaupi barna. Verðlaunaafhending fór fram seinni partinn áður en farið var í hópsiglingu með heimabátum Súgfirðinga. Þakka ber sérstaklega Sjómannadagsráði og þeim sem lögðu hönd á skipulagningu helgarinnar sem og sjómönnum sem fóru með gesti í kvöldsiglinguna.
Myndir eru óðum að hlaðast inn á myndaalbúmið.
ATH vinsamlega virðið höfunarrétt ljósmyndara.
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
Sunnudagurinn rann upp með þoku og kaldri hafgolu en skemmtidagskráin fór samt fram á hafnarsvæðinu þar sem keppt var í kararóðri, reipitogi, kappbeitingu, brettaboðhlaupi og karaboðhlaupi barna. Verðlaunaafhending fór fram seinni partinn áður en farið var í hópsiglingu með heimabátum Súgfirðinga. Þakka ber sérstaklega Sjómannadagsráði og þeim sem lögðu hönd á skipulagningu helgarinnar sem og sjómönnum sem fóru með gesti í kvöldsiglinguna.
Myndir eru óðum að hlaðast inn á myndaalbúmið.
ATH vinsamlega virðið höfunarrétt ljósmyndara.
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Athugasemdir
Æðislegt að lesa þessa pistla þína Róbert minn og myndirnar eru frábærar. Takk fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 10.6.2009 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.