22.6.2009 | 14:02
Framkvæmdargleðin í hámarki á Suðureyri
Eins og íbúar og gestir Suðureyrar hafa tekið eftir, þá ríkir hér mikil framkvæmdargleði því vinnupallar eru víða um kauptúnið og hamarshöggin bergmála í fjöllunum alla daga. Allt byrjaði þetta með Súgfirðingasetrinu en sjálfboðaliðar tóku húsið algerlega í gegn að utan, settu nýtt þak á og lagfærðu múrhúð að utan og síðan var húsið málað. Vinnupallarnir fóru ekki langt, heldur yfir í næsta hús, Aðalgötu 16, sem er gamla Suðurver og er í eigu Elíasar Guðmundssonar. Skipt var um þakjárn á húsinu og sett ný múrklæðning yfir gamla efnið. Snorri Sturluson lét þá Spýtu-menn fjarlægja strompinn af sínu húsi fyrst þeir voru þarna í grenndinni. Nú er verið að leggja lokafrágang á klæðningu á Aðalgötu 21, efri húsgafli Ásu Friðbertar.
Túngötu-blokkin er nú umvafin vinnupöllum en Ísafjarðarbær ræðst þar í miklar framkvæmdir með því að skipta um gler, lagfæra múrhúð o.fl enda ekki þörf á. Síðan er hann Ebbi mættur vestur með hamarinn sinn ásamt Steina vini sínum en þeir ætla að skipta um þakjárn á Hlíðarvegi 5 sem er húsið hans Steina Imbu. Það verk mun taka vel á annan mánuð að sögn Ebba sem var hinn hressasti þegar ég hitti hann um helgina. Einnig er verið að helluleggja gangstétt við Félagsheimili Súgfirðinga og Hvíldarkletts sem mun ná alveg út að bílastæðinu fyrir framan Súgfirðingasetrið. Grétar Eiríksson er nýfarinn frá Suðureyri en hann og sonur hans ásamt Burkna smið skiptu um húsgaflinn sem snýr út að Skólagötunni. Það verk tók þá rúma viku.
Ekki má gleyma Brekkustíg 7 (Sæluhelgarhúsið svokallaða) en það hús ætlar Elías Guðmundsson að byggja upp frá grunni og bætir öðru húsi við Brekkustíginn að ofanverðu. Áætlað er að það verk klárist á næsta ári. Eins og upptalningin sýnir hér glögglega, þá er óhætt að fullyrða miðað við íbúafjölda Suðureyrar að framkvæmdargleðin er hér í hámarki og líklega sú mesta á landinu eins og sakir standa. Meðfylgjandi myndir tók undirritaður sl daga og vikur sem sýnir að hér skortir ekki verkefni né vinnu.
Kveðja
Róbert
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Túngötu-blokkin er nú umvafin vinnupöllum en Ísafjarðarbær ræðst þar í miklar framkvæmdir með því að skipta um gler, lagfæra múrhúð o.fl enda ekki þörf á. Síðan er hann Ebbi mættur vestur með hamarinn sinn ásamt Steina vini sínum en þeir ætla að skipta um þakjárn á Hlíðarvegi 5 sem er húsið hans Steina Imbu. Það verk mun taka vel á annan mánuð að sögn Ebba sem var hinn hressasti þegar ég hitti hann um helgina. Einnig er verið að helluleggja gangstétt við Félagsheimili Súgfirðinga og Hvíldarkletts sem mun ná alveg út að bílastæðinu fyrir framan Súgfirðingasetrið. Grétar Eiríksson er nýfarinn frá Suðureyri en hann og sonur hans ásamt Burkna smið skiptu um húsgaflinn sem snýr út að Skólagötunni. Það verk tók þá rúma viku.
Ekki má gleyma Brekkustíg 7 (Sæluhelgarhúsið svokallaða) en það hús ætlar Elías Guðmundsson að byggja upp frá grunni og bætir öðru húsi við Brekkustíginn að ofanverðu. Áætlað er að það verk klárist á næsta ári. Eins og upptalningin sýnir hér glögglega, þá er óhætt að fullyrða miðað við íbúafjölda Suðureyrar að framkvæmdargleðin er hér í hámarki og líklega sú mesta á landinu eins og sakir standa. Meðfylgjandi myndir tók undirritaður sl daga og vikur sem sýnir að hér skortir ekki verkefni né vinnu.
Kveðja
Róbert
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 14:06 | Facebook
Athugasemdir
Gerður Pálma, 28.6.2009 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.