Leita í fréttum mbl.is

Dagskrá Sæluhelgar

Föstudagurinn 10. júlí:

13:00-18:00 Handverkshúsið Milli fjalla opið fyrir gesti og gangandi.
17:00-18:00 Skothólsganga 11 ára og yngri. Mæting á Sjöstjörnunni.
17:00-18:00 Þorpsganga undir leiðsögn Jóhanns Bjarnasonar. Saga húsa og bæjarins rifjuð upp.
19:00-22:00 Fjölskylduhátíð og grill á Freyjuvöllum. Opnunarræða, kynning á Sæluhelgarlaginu, hattakeppni, gjarðaskopp, yfirdráttur, kossakeppni 13-17 ára og verðlaunaafhending. Mansavinir hvetja fólk að virkja ímyndunaraflið í hattagerðinni.
23:00-03:00 Stórdansleikur í FSÚ þar sem hljómsveitin Kraftlyfting heldur uppi rífandi stemmingu fram á morgun.

Laugardagurinn 11. júlí:

12:30-13:00 Skráning í Mansakeppni og kajakróður.
13:00-15:00 Íslandsmeistaramót í kajakróðri (10 km) og Jarlsróðurinn.
13:00-16:00 Handverkshúsið Milli fjalla opið fyrir gesti og gangandi.
13:10-13:40 Tuttugasta og önnur Mansakeppnin, 12 ára og yngri.
14:00-15:30 Kassabílarallý, kleinu- og harðfiskkeppni. Verðlaunaafhending. Sölutjöld verða á höfninni, seldur verður matur og drykkir.
15:00-18:00 Fjallganga fyrir fullorðna á Hádegishorn undir leiðsögn Önnu Bjarna. Mæting á Sjöstjörnu.
16:00-17:00 Æfing fyrir söngvarakeppnina í kaffisal Íslandssögu.
17:00-19:00 Fjósið í botni verður opið gestum og gangandi.
20:00-21:00 Barnaball með hljómsveitinni Kraftlyftingu.
21:00-22:00 Tónleikar með unglingahljómsveitinni Brot.
22:00-03:00 Sælukráin í FSÚ. Tónlistarkvöld, þar sem m.a. ungt og efnilegt tónlistarfólk treður upp s.s. Emma Ævarsdóttir, Eyrún Arnarsdóttir og Elín Sigurðardóttir. Hljómsveitin Heimabruggið.

Sunnudagurinn 12. júlí:

13:00-16:00 Handverkshúsið Milli fjala opið fyrir gesti og gangandi.
13:00-17:00 Sæluhátíð við Bryggjukot. Markaðstorg, kaffisala Ársólar, sleggjukast, hinn rómaði húsmæðrafótbolti, söngvarakeppni og verðlaunaafhending. Umhverfisverðlaun verða veitt fyrir snyrtilegustu eignirnar og garðana í Súgandafirði.
17:00 Sæluslútt með viðeigandi elddansi.

Leiktæki og hoppukastalar fyrir börn og unglinga verða á svæðinu alla Sæluhelgina.

Kynning á nýju Sæluhelgarlagi eftir Hálfdán Bjarka Hálfdánsson.

Sæluhelgarmerkið (kr. 1000) veitir aðgang að öllum dagskrárliðum og leiktækjum yfir Sæluhelgina, nema stórdansleik á föstudagskvöldið.

Sæluhelgardiskur með 10 eldri Sæluhelgarlögum verður seldur yfir Sæluhelgina ásamt merktum könnum og pennum.

Íþróttafélagið Stefnir verður með pylsusölu yfir Sæluhelgina.

Sjáumst á Sælu

MANSAVINIR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband