16.7.2009 | 12:50
Sólrík Sæluhelgi að baki
Það er óhætt að fullyrða að sólríkt hafi verið á Sæluhelgi á Suðureyri sem lauk s.l. sunnudag. Hátíðin tókst frábærlega vel enda vel skipulögð af Mansavinum, Ævari Einarssyni & Co og ber að þakka þeim sérstaklega fyrir undirbúning, skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar sem var sú tuttugasta og önnur að þessu sinni. Óábyrgar tölur herma að á milli 600-700 gestir hafi verið á Suðureyri á laugardeginum. Veðrið lék við alla og má segja að ef þessi litli vindur sem ríkti yfir helgina hefði ekki verið, þá væri margir sólbrenndir í dag.
Sameiginlegt grill var haldið á túnblettinum við Íslandssögu og var þétt setið þar á föstudagskvöldinu. Eftir matinn var farið í ýmsa skemmtilega leiki og síðan var dansleikur um kvöldið. Mansakeppnin var eftir hádegið á laugardeginum en tæplega 100 krakkar skráðu sig til leiks en veiðin var frekar dræm að þessu sinni. Markaðstorg var allan tímann í fiskverkunarhúsi Valla við höfnina þar sem hægt var að kaupa heitan mat, nýbakaðar vöfflur, pylsur, hveitikökur, harðfisk, rauðmaga og lopapeysur svo fátt eitt sé nefnt. Farið var í fjallgöngu á Hádegishorn með Önnu Bjarna í fararbroddi en alls tóku 15 manns þátt í henni. Kassabílarallíið var á sínum stað og síðan var stórdansleikur í FSÚ um kvöldið sem var vel sótt.
Sunnudagurinn fór vel fram enda sólin hátt á lofti. Sleggjukast karla og kvenna, húsmæðrafótbolti á Sjöstjörnunni, söngvarakeppni og verðlaunaafhending fyrir snyrtilegustu eignina og garðana á Suðureyri veitt. Húsbílar, fellihýsi, tjaldvagnar og tjöld voru víða um eyrina alveg fram yfir helgina. Margir fóru í sundlaugina eða gáfu öndunum brauð á tjörninni. Börnin léku sér allan daginn í hoppuköstulunum og að endingu var kveikt á 22 blysum á hafnargarðinum og Sæluhelginni lokað formlega við dynjandi lófaklapp gesta.
Myndum hefur verið hlaðið inn í sérstakt albúm merkt "Sæluhelgin 2009"
Kveðja
Róbert Schmidt
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Af mbl.is
Fólk
- Enn bætast við ákæruliðir í dómsmáli Diddy
- Fór í hárígræðslu eftir sambandsslit
- „Ég var aldrei nauðgari“
- Dóttir Tom Hanks lýsir ofbeldi í æsku
- Mætti einsamall á frumsýningu
- Russell Brand ákærður fyrir nauðgun
- Tveir sona Beckham-hjónanna eiga í miklum í deilum
- Eignaðist sitt fjórða barn með aðstoð staðgöngumóður
- „Vissi alltaf að ég vildi skrifa“
- Helena krýnd Ungfrú Ísland
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.