Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
30.1.2009 | 11:17
Frá árshátíð Fiskiðjunnar Freyju
Kveðja
Róbert
30.1.2009 | 10:57
Þegar strákarnir voru allir með yfirvaraskegg
Ég rakst á mjög skemmtilegar myndir á Facebook síðunni hans Bjarna Baldurs en fyrir þá sem ekki muna eftir Bjarna, þá var hann lengi til sjós á Suðureyri en býr í Noregi í dag. Bjarni er nú að taka til í myndasafninu sínu og hann gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta í sérstöku albúmi hér á síðunni nokkra gullmola frá þeim tímum þegar allir strákarnir voru með yfirvaraskegg. Það muna eflaust margir eftir þeim tíma. Í myndasafninu hans Bjarna má líka finna óborganlegar myndir frá árshátíð fiskiðjunnar Freyju þar sem Steini Binnu fór á kostum. En nóg um það, kíkið á myndaalbúmið við tækifæri og skrifið comment undir þessa frétt.
Á meðfylgjandi mynd eru þeir Diddi Viddi og Brynjar Diego. Flott bindi hjá strákunum og hvítir sokkar. Munið eftir bekknum sem þeir sitja á? Hann var lengi í FSÚ
http://sudureyri.blog.is/album/myndir_fra_bjarna_baldurs/
Ps. Takk fyrir lánið á myndunum Bjarni.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 00:05
145 manns bókaðir á Súgfirðingablót í Kópavogi
Enn eru lausir miðar eftir því húsið tekur 180 manns í sæti. Áhugasamir hafið samband við Sigurþór í síma: 863-5301.
Sjáumst eldhress á þorrablóti Súgfirðingafélagsins í Reykjavík.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 12:51
Endurbætur á FSÚ í fullum gangi
Um síðast liðna helgi voru 15 manns að mála og endurbæta innandyra í Félagsheimili Súgfirðinga og miðar verkinu vel að sögn Sturla Páls Sturlusonar sem er einn af mörgum sem hafa lagt hönd á verkið. Eins og sjá má á myndunum eru bæði konur og karlar sem vinna verkin. Bjössi Kristmanns lét sig ekki vanta með málningarrúlluna enda þrælvanur að taka til hendinni hverju sem þar nefnist.
Unnið verður hörðum höndum við endurbætur fram að Góublóti Súgfirðinga og eflaust hlakkar mörgum til að ganga með trogið sitt inní gamla góða félagsheimilið, nýmálað og flott. Frábært framtak hjá Hollvinum FSÚ. Við segjum meira frá hvernig verkinu miðar á næstu vikum. Myndirnar í myndasafninu á forsíðunni tóku þau Þorgerður Karlsdóttir og Sturla Páll Sturluson.
http://sudureyri.blog.is/album/endurbatur_a_fs_09/
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2009 | 12:37
Þorrablót foreldrafélags Grunnskólans á Suðureyri
Snorri Sturluson, kennari var með spennandi spurningakeppni og unglingahljómsveitin BROT flutti blótsgestum nokkur rokkuð lög, en hljómsveitin er eingöngu skipuð nemendum úr Grunnskólanum á Suðureyri. Bandið er með aðstöðu í Bryggjukoti, en svo nefnist áhaldaskemman hans Valgeirs Hallbjörnssonar á Suðureyri. Að lokum var dans stiginn fram eftir kveldi undir ljúfri diskó-tónlist 9. og 10. bekkjar.
Myndir frá þorrablótinu er að finna hér:
http://sudureyri.blog.is/album/orrablot_grunnskolans_2009/
Kveðja
Texti og myndir: Sturla Páll Sturluson
Ljósmyndir: Halldóra Hannesdóttir (að hluta í albúmi)
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2009 | 17:28
Afsláttur 66°N fer eftir frostinu á Suðureyri
Á vefsíðu 66°Norður kemur fram sú skemmtilega staðreynd að 66°Norður hafi verið stofnað á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1926. Stofnandi fyrirtækisins var Hans Kristjánsson ásamt nokkrum öðrum aðilum. Hans hafði kynnt sér sérstaklega framleiðslu sjófatnaðar í Noregi nokkrum árum áður.
Verð á fatnaði 66°N fer núna eftir frostinu á Suðureyri.
Í hver skipti sem hitinn þar fer niður fyrir frostmark verður afslátturinn í verslunum 66°N á meðan kuldakastið varir. Ef mælirinn sýnir -1°C til -5°C er afslátturinn 5% og svo koll af kolli. Sem sagt, eftir því sem frostið eykst á Suðureyri hækkar afslátturinn hjá 66°Norður. Svo einfalt er nú það. En ath að afslátturinn gildir ekki ofaná auglýst tilboð í verslunum 66°Norður.
Fisherman á Suðureyri er endursöluaðili 66°Norður á Suðureyri.
Kveðja
Róbert
24.1.2009 | 13:49
120 miðar seldir á þorrablót Súgfirðingafélagsins
Á síðasta ári mættu tæplega 170 manns á þorrablót félagsins sem haldið var í Kópavogi og þótti heppnast vel. Mikið af ungu fólki mætti þá á þorrablót í fyrsta sinn og félagsmenn glöddust vel yfir þeirri mætingu en þess má geta að þá söfnuðust um 35 nýjar umsóknir í Súgfirðingafélagið í Reykjavík.
Það verður án efa mikið súgfirskt fjör á blótinu næstu helgi en hljómsveitina skipa að stórum hluta Súgfirðingar eins og Diddi Abbi, Kiddi á Stekkjarnesinu og Helgi Ibsen. Þeir sem vilja panta miða á matinn geta haft samband við Sigurþór í síma: 863-5301.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt 27.1.2009 kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 13:57
Endurbætur á Félagsheimili Súgfirðinga
Fréttir herma að hollvinir FSÚ á Suðureyri séu að undirbúa talsverðar endurbætur á Félagsheimili Súgfirðinga en í samtali við Sturla Pál Sturluson kom fram að þessi hugmynd hafi verið sett af stað eftir áramótadansleikinn á Suðureyri. Hollvinir FSÚ er óformlegur félagsskapur að stórum hluta skipaður Sæluhelgargenginu. Sturla bar fram tillögu á Góukarlafundi nýverið að halda Góublótið í FSÚ og kom fram mikill stuðningur við tillöguna og nú hefur verið gerð úttekt á því sem þarf að lagfæra til að hægt sé að halda blótið með góðu móti.
Niðurstaðan varð sú að mála allt innandyra, auka smáviðgerðir á hurðum, gluggum og endurnýjun ljósa. Bærinn hefur tekið jákvætt í þetta verkefni og líklegt er að hann leggi til fjármagn í nýjar gardínur og málningu. Fyrirtækin Íslandssaga og Klofningur leggja sitt af mörkum en meiningin er að fá sem flesta íbúa til að vinna verkið í sjálfboðavinnu. Í framhaldinu er fyrirhugað að stofna formlega Hollvinafélag FSÚ en fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki hafa lýst áhuga sínum að koma að verkinu með einum eða öðrum hætti.
Hollvinir FSÚ eru um þessar mundir að dreifa kynningarbréfi um verkefnið í hús á Suðureyri og víðar á Netinu í þeirri von að góð og öflug samstaða náist um framtíð Félagsheimili Súgfirðinga.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 17:30
Önnur lota í Súgfirðingaskálinni
Meðalskor eftir tvær lotur er 216 stig.
Gróa Guðnadóttir - Guðrún K. Jóhannesdóttir = 262
Einar Ólafsson - Þorsteinn Þorsteinsson = 238
Jón Óskar Karlsson - Karl Ómar Jónsson = 234
Valdimar Ólafsson - Karl Bjarnason = 227
Sigurpáll Ingibergsson - Arngrímur Þorgrímsson = 222
Björn Guðbjörnsson - Gunnar Ármannsson = 219
Finnbogi Finnbogason - Pétur Carlsson = 215
Úrslit í 2 lotu urðu þessi:
Gróa Guðnadóttir - Guðrún K. Jóhannesdóttir = 129
Einar Ólafsson - Þorsteinn Þorsteinsson = 121
Björn Guðbjörnsson - Gunnar Ármannsson = 121
Jón Óskar Karlsson - Karl Ómar Jónsson = 117
Finnbogi Finnbogason - Pétur Carlsson = 113
Valdimar Ólafsson - Karl Bjarnason = 105
Sigurpáll Ingibergsson - Arngrímur Þorgrímsson = 102
Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirsson = 97
Sigurður Kristjánsson - Karl Sigurðsson = 88
Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson = 87
Næsta lota verður spiluð mánudaginn 23. febrúar nk.
Með kveðju
Briddsáhugamenn
20.1.2009 | 11:38
Góublótið í Félagsheimili Súgfirðinga á ný
Þegar síðast fréttist var búið að skrá 160 manns á Góublótið á Suðureyri og víst er að þröngt mega sáttir sitja. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig þetta fer fram og hvernig það verður að koma aftur á blót í félagsheimilinu. Meira um það síðar.
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
Erlent
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi