Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
27.3.2009 | 00:09
Stefnismenn rifja upp 26 ára gamlan leik

Þeir sem mættu í Fellsmúlann ásamt gestgjafanum voru þeir Magnús Guðfinnsson, Magnús Erlingsson,

Jens Daniel Holm
Örn Sævar Holm
Magnús Erlingsson
Þorsteinn Erlingsson
Björn Guðbjörnsson
Arnar Guðmundsson
Guðmundur Vignir Friðjónsson
Gunnlaugur Guðleifsson
Þorsteinn Guðbjörnsson
Rögnvaldur Guðmundsson (Flateyri)
Halldór Antonsson (Ísafirði)
Varamenn voru þeir Hjálmar Erlingsson og Hlynur Jensson.
Dómari var Garðar Smári Gunnarsson frá Ísafirði.
Leikurinn var hin besta skemmtun að horfa á og margir snilldar taktar voru sýndir á grýttum malarvellinum

Það var mikið hlegið í stofunni hjá Birni þetta kvöld og svo voru mörg atriði úr leiknum sýnd aftur. Kom

Að lið frá 450 manna sjávarþorpi vestur á fjörðum skuli hafa náð jafntefli við knattspyrnulið frá 2500 manna bæ að sunnan þótti nú bara andskoti góður árangur en sjálfsögðu áttu Stefnismenn að vinna leikinn. Einhverjir sögðu að Halli Bjössi hafði sett álög á Stefnisliðið fyrir leiktíðina þegar hann komst ekki með á Ísafjörð til að horfa á leik með liðinu og sagði við þá og veifaði fingri til þeirra Þið vinnið ekki einn einasta leik í sumar Samkvæmt tölfræði sumarsins var fátt um sigra en ansi mörg jafntefli og voru álögin frá Hallbirni því talin vera helsta ástæða fyrir frekari sigurgöngu Stefnismanna þessa leiktíð.
Eftir áhorf leiksins var klappað fyrir leikmönnum og síðan var kosið um mann leiksins. Þjálfarinn fékk að

Fleiri myndir er að finna í myndaalbúminu á síðunni.
Með Stefniskveðju
Róbert Schmidt
Bílar og akstur | Breytt 31.3.2009 kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 11:11
Rauðmagavertíðin hafin í Súgandafirði

Kveðja
Róbert
24.3.2009 | 14:31
Hollvinasamtök FSÚ stofnuð
Hollvinasamtök Félagsheimili Súgfirðinga / FSÚ, héldu stofnfund á Suðureyri 20. mars sl en samtökin vilja hlúa að gamla félagsheimilinu og endurbyggja það með aðstoð einstaklinga og fyrirtækja. Stjórn FSÚ var kosin á fundinum en hana skipar eftirfarandi aðilar: Óðinn Gestsson formaður, Erla Eðvarðsdóttir ritari, Vernharð Jósefsson gjaldkeri og meðstjórnendur eru þau Halldóra Hannesdóttir og Leifur Blöndal. Varamenn eru Ævar Einarsson og Valur Valgeirsson. Skoðunarmenn reikninga eru Ágústa Gísladóttir og Sigurður Ólafsson.
Á stofnfundinum færði Guðni Einarsson samtökunum eina milljón króna fyrir hönd stjórnar Klofnings. Þá tilkynnti Óðinn Gestsson um gjöf uppá 1,5 milljónir króna frá Íslandssögu ehf og tengdum fyrirtækjum. Alls hafa 150 manns skráð sig sem stofnfélagar FSÚ á Facebook. Hvíldarklettur ehf hefur boðist til að sjá um lóðafrágang við húsið og Mansavinir færðu samtökunum peningagjöf upp á 250 þúsund krónur auk 40 þús kr framlags frá áramótadalsleik sem áhugamenn héldu.
Á stofnfundinum var einnig ákveðið að ganga til viðræðna við eigendur félagsheimilisins um að þeir velti fyrir sér hver framtíð hússins geti verið. Samkvæmt uppl samtakana eru eigendur hússins Ísafjarðarbær sem á 55%, Verkalýðsfélag Vestfirðinga 15%, Íþróttafélag Stefnir 15%, Kvenfélagið Ársól 15%. Erindi samtakana var tekið fyrir á fundi bæjarráðs og bæjarstjóra falið að ganga til viðræðna við stjórnina.
Á fundinum var einnig samþykkt að allir geta orðið stofnfélagar sem skrá sig fyrir 17. júní nk á netfangið: fsug@visir.isTaka þarf fram kennitölu og netfang viðkomandi. Félagsgjald í FSÚ er kr. 1000.
Heimildir www.bb.is
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 14:19
Hvíldarklettur auglýsir eignir sínar til sölu

Heimildir www.bb.is