Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
3.4.2009 | 17:24
Áfengi í póstkröfum
16. febrúar 1984
Tilkynning: Discotekið sem halda átti sl laugardag, en var frestað, verður haldið laugardaginn 18. febrúar. Gárungarnir segja að frestunin hafi stafað af því að veigarnar bárust ekki í tæka tíða.
Svona var þetta í gamla daga


Kveðja
Robbi Schmidt
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 10:01
Sunna Sturludóttir valin í æfingahóp landsliðs kvenna
Ísfirðingurinn (Súgfirðingurinn) Sunna Sturludóttir (dóttir Sturla Páls og Ragnheiðar) hefur verið valin í 25 stúlkna æfingahóp fyrir 15 ára landslið kvenna í körfuknattleik. Sunna er leikmaður 9. flokks kvenna hjá KFÍ. Hún er ein af lykilleikmönnum í sínum flokki og hefur bætt sig mikið í vetur. Við óskum henni til hamingju með þessa jákvæðu viðurkenningu að vera valin í æfingahóp landsliðs kvenna í körfuknattleik.
Heimildir www.bb.is
Ljósmynd www.bb.is
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 23:32
Gamlir fréttamolar úr Eyrarpóstinum
Eyrarpósturinn
14. nóv 1984
"Hitaveitan bilaði í gær. Búist er við að bilunin finnist ekki fyrr en undir kvöldið og að viðgerð geti tekið 2-3 sólahringa. Á meðan liggur öll starfsemi Grunnskólans og Tónskólans niðri, en hefst strax aftur, þegar hitaveitan kemst í lag."
"Kjartan Rafn og Oddur hringdu og kvörtuðu yfir miklum hálkublettum víða og tiltóku sérstaklega gangstéttina við Túngötuna á leið til skólans og hjá stiganum fyrir ofan Kaupfélagið. Þarna þyrfti að bera sand á,- sögðu þeir félagar."
Eyrarpósturin
7. nóv 1984
"Maður hafði samband við blaðið og var óhress yfir þeirri "skemmdarstarfsemi", eins og hann orðaði það, sem börn og unglingar hefðu gagnvart ísnum á tjörninni. Hann næði nálega aldrei að frjósa, því hann væri brotinn áður og þarna færi prýðis skautasvell forgörðum."
Eyrarpósturinn
31. okt 1984
Gripið niður í samþykkt um hundahald í Suðureyrarhreppi:
"Hundahald er bannað í Suðureyrarhreppi. Frávik heimil til lögregluyfirvalda, blindra, fólks með sálræn vandamál og fyrir minkahunda. Leyfishöfum ber að skrá hunda sína, greiða skráningargjald, ábyrgðartryggja þá og hlíta ennfremur reglum um hreinsun hunda. Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í taumi í fylgd með aðila, sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hunda inn í samkomuhús, skólahús, matvöruverslanir eða aðra staði, þar sem matvæli eru um hönd höfð. Heimilt er að aflífa óleyfilega hunda 10 dögum eftir að þeir hafa verið færðir í sérstaka hundageymslu á vegum Suðureyrarhrepps, hirði eigendur ekki um að ráðstafa þeim og greiða áfallinn kostnað."
Þar höfum við það

Bílar og akstur | Breytt 3.4.2009 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 10:26
26 ára gamall Stefnisleikur sýndur á Suðureyri 10. apríl

Björn Guðbjörnsson segir stuttlega frá þessari leiktíð ásamt tölfræði og öðrum áhugarverðum upplýsingum. Valinn verður maður leiksins sem fær að launum fallegan verðlaunagrip. Heiðursgestir kvöldsins verða þeir Arnar Guðmundsson, Þorsteinn Guðbjörnsson og Jens Daníel Holm en þeir tóku þátt í umræddum leik ásamt Birni Guðbjörnssyni. Þessir fjórir fulltrúar liðsins verða vonandi allir á staðnum.
Einnig er stefnt að sýna gamlar myndir frá knattspyrnuleikjum Stefnis á Suðureyri. Þeir sem kunna að eiga í fórum sínum gamlar myndir (í lit eða svarthvítar) eru beðnir um að senda þær á tölvutæku formi á robert@skopmyndir.comeða hafa samband við Róbert Schmidt í s: 8404022.
Allir innilega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stefnismenn vilja þakka Íslandssögu kærlega fyrir afnot af húsnæðinu undir þennan skemmtilega viðburð.
Meðfylgjandi ljósmynd var tekin á Melavellinum í Reykjavík 25. júní 1983 eða viku eftir leikinn við Aftureldingu.
Áfram Stefnir
Stefnir United
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 10:08
Páskamót í blaki á Suðureyri 10. apríl

Þátttökugjald pr haus er kr. 500. Innifalið er aðgangur að sundlaug Suðureyrar í mótslok. Óvænt verðlaun afhent í lok mótsins.
Allir áhugamenn um blak á Suðureyri og nærliggjandi stöðum eru velkomnir á þetta skemmtilega Páskamót í blaki. Hristum af okkur slenið og drífum okkur á völlinn.
Skráðu þig núna

Súgfirskar blakáhugakonur- og menn
Meðfylgjandi mynd tók Halldór Sveinbjörnsson / Ágúst G Atlason.
Heimildir: www.hsv.is/skellur
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)