Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
22.6.2009 | 14:02
Framkvæmdargleðin í hámarki á Suðureyri
Túngötu-blokkin er nú umvafin vinnupöllum en Ísafjarðarbær ræðst þar í miklar framkvæmdir með því að skipta um gler, lagfæra múrhúð o.fl enda ekki þörf á. Síðan er hann Ebbi mættur vestur með hamarinn sinn ásamt Steina vini sínum en þeir ætla að skipta um þakjárn á Hlíðarvegi 5 sem er húsið hans Steina Imbu. Það verk mun taka vel á annan mánuð að sögn Ebba sem var hinn hressasti þegar ég hitti hann um helgina. Einnig er verið að helluleggja gangstétt við Félagsheimili Súgfirðinga og Hvíldarkletts sem mun ná alveg út að bílastæðinu fyrir framan Súgfirðingasetrið. Grétar Eiríksson er nýfarinn frá Suðureyri en hann og sonur hans ásamt Burkna smið skiptu um húsgaflinn sem snýr út að Skólagötunni. Það verk tók þá rúma viku.
Ekki má gleyma Brekkustíg 7 (Sæluhelgarhúsið svokallaða) en það hús ætlar Elías Guðmundsson að byggja upp frá grunni og bætir öðru húsi við Brekkustíginn að ofanverðu. Áætlað er að það verk klárist á næsta ári. Eins og upptalningin sýnir hér glögglega, þá er óhætt að fullyrða miðað við íbúafjölda Suðureyrar að framkvæmdargleðin er hér í hámarki og líklega sú mesta á landinu eins og sakir standa. Meðfylgjandi myndir tók undirritaður sl daga og vikur sem sýnir að hér skortir ekki verkefni né vinnu.
Kveðja
Róbert
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2009 | 12:01
Vogmær í Suðureyrarhöfn
Vogmærin sem stundum er nefnd vogmeri slæðist stöku sinnum í veiðarfæri sjómanna hér við land. Vogmærin kemur við sögu í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þannig lýsa þeir henni:
Vogmerin er litfögur. Hún er svört fyrir framan augun og á milli þeirra, einnig ofan á höfði og hnakka. Stór kringlóttur, svartur blettur er fyrir ofan raufina og einnig fyrir ofan hryggjarliðina, og svo virðist sem fiskurinn sé svartur í gegn. Bakugginn, stirtlan og sporðurinn er allt hárautt á lit, en að öðru leyti er hún silfurgljáandi. Vogmærin getur orðið nokkuð stór eða um 3 metrar á lengd. Heimkynni hennar eru í Norðaustur-Atlantshafi og hún virðist vera algeng allt í kringum Ísland, nema undan ströndum Norðausturland og Austurlands. Vogmær finnst undan ströndum Noregs, í Norðursjó og umhverfis Bretlandseyjar og allt suður til Madeira.
Sárafáar rannsóknir hafa verið gerðar á lífsháttum vogmeyjarinnar. Menn telja að hún sé fyrst og fremst miðsævisfiskur og hefur hún komið í veiðarfæri skipa á 64-640 metra dýpi. Vogmeyjar halda sig sennilega í smáum torfum og einstaka sinnum reka slíkar torfur á land. Á ofanverðri 19. öld rak 100-200 vogmeyjar á land við Arnarfjörð.
Fæða vogmeyjarinnar er einkum rækja, smokkfiskar og ýmsar tegundir smáfiska. Ekki er vitað hvenær hún gýtur en nýgotnar hrygnur hefur rekið á land í maílok. Sjómenn hafa fengið vogmeyjur í flotvörpu djúpt undan Reykjanesi og hugsanlegt þykir að þar megi finna væna hrygningarslóð hennar.
Í Ferðabók Eggerts og Bjarna er gerð grein fyrir nafngift fisksins. Þar segir að það sé eðli vogmeyjarinnar að koma með flóðinu upp að landi í grunnum víkum og vogum, sérstaklega þar sem botngerðin er sendin. Hún er svo litfögur og mjúk að hún er kennd við mey.
Ps. þess má geta að stórstreymi er um þessar mundir hér vestra.
Kveðja
Róbert Schmidt
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 17:18
Frá Sjómannadeginum
Sunnudagurinn rann upp með þoku og kaldri hafgolu en skemmtidagskráin fór samt fram á hafnarsvæðinu þar sem keppt var í kararóðri, reipitogi, kappbeitingu, brettaboðhlaupi og karaboðhlaupi barna. Verðlaunaafhending fór fram seinni partinn áður en farið var í hópsiglingu með heimabátum Súgfirðinga. Þakka ber sérstaklega Sjómannadagsráði og þeim sem lögðu hönd á skipulagningu helgarinnar sem og sjómönnum sem fóru með gesti í kvöldsiglinguna.
Myndir eru óðum að hlaðast inn á myndaalbúmið.
ATH vinsamlega virðið höfunarrétt ljósmyndara.
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2009 | 12:39
Kjartan Þór byrjaður að róa á Rósborgu ÍS
4.6.2009 | 12:10
Sjómannadagurinn á Suðureyri
Laugardagur:
Kl. 14:00 Firmakeppni í knattspyrnu á sparkvellinum við Höfðastíg.
Kl. 16:00 Kappróður í höfninni.
Kl. 17-19 Opið hús hjá Íslandssögu hf. (allir fá þar eitthvað fallegt í það minnsta fisk og fjör)
Kl. 19-21 Fiskismakk fyrir alla í Félagsheimili Súgfirðinga á meðan birgðir og húsrúm duga.
(Kannski verða óvæntar uppákomur t.d. Öskubuskurnar með fallegu norninni gætu flutt Eurovision ballöður- hver veit?)
Kl. 23-03 Alvöru sjómannadansleikur í Félagsheimili Súgfirðinga. Dansskórnir dregnir fram og gamla ballstemningin rifjuð upp með stæl. Gummi Hjalta & Stuðboltarnir halda uppi rífandi stemningu til kl 03. Miðaverð á ballið kr. 1.000
Sunnudagur:
Kl. 13:45 Skrúðganga til kirkju frá Bjarnarborg.
Kl. 14:00 Sjóaramessa í Suðureyrarkirkju.
Kl. 15:00 Skemmtidagskrá á hafnarsvæðinu undir öruggri handleiðslu Sturlu Páls Sturlusonar. M.a. verður keppt í kappbeitingu, reipitogi, kararóðri, brettahlaupi og karaboðhlaupi fyrir yngri kynslóðina.
Kl. 20:00 Kvöldsigling um Vestfjarðarmið og Súgandafjörð. Þeir sem hyggjast stunda strandveiðarnar í sumar eru sérstaklega velkomnir.
Sjómannadagsráð
2.6.2009 | 23:34
Líf og fjör á Sjómannadaginn
Það verður líf og fjör á Sjómannadaginn hér á Suðureyri um næstu helgi en búið er að ráða hljómsveit sem skipuð er Guðmundi Hjaltasyni & co en þeir munu leika fyrir dansi á laugardagskvöldið en á undan verður heljarinnar fiskiveisla í boði Íslandssögu fyrir utan Félagsheimili Súgfirðinga. Heyrst hefur að brottfluttir Súgfirðingar muni fjölmenna vestur um helgina enda hefur Sjómannadagurinn á Suðureyri alltaf verið líflegur og skemmtilegur. Arnar Guðmundsson og róðrasveinar hans náðu kappróðrarbikarnum í fyrra og líklegt er að áhöfn Hrefnu ÍS muni leggja allt í sölurnar til að endurheimta hann á hilluna hans Sigurvins á Hjallaveginum. Ítarleg dagskrá Sjómannadagsins verður sett hér inna skamms.
Kveðja
Róbert
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2009 | 23:23
Skólabörn hjálpa til við gróðursetningu
Nemendur Grunnskóla Suðureyrar gróðursettu fjöldann allan af plöntum nýverið ásamt kennurum skólans í gróðurreitnum fyrir ofan tjörnina en Arnar Guðmundson stjórnaði verkefninu örugglega eins og alltaf. Bæði drengir og stúlkur lögðu hönd á plóginn og unnu vel þennan morgun þrátt fyrir smávægilega vætu. Að lokinni gróðursetningu var boðið uppá grillaðar pulsur við skólann sem nemendur þáðu með þökkum. Fleiri myndir eru í myndasafni á forsíðunni.
Kveðja
Róbert
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Af mbl.is
Fólk
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
- Dyrnar opnaðar inn í myrkt samband Sonny og Cher