Leita í fréttum mbl.is

3.577 gestir á 12 vikum

Til gamans tók ég saman smá tölfræði um síðuna frá því hún var opnuð þann 27. október 2008. Frá upphafi hafa 3.577 gestir heimsótt sudureyri.blog.is sem gerir um 43 gesti pr dag að meðaltali. Flettingar á myndum og síðum eru frá upphafi 78.044 en þess má geta að í myndasafni síðunnar er að finna um 900 ljósmyndir.

Flestar voru heimsóknir á síðuna 1. janúar 2009 en þá heimsóttu 451 gestir síðuna. Fréttir og annað efni sem sett hefur verið á síðuna eru 40 talsins eða um 3-4 fréttir á hverri viku.

Þetta hlýtur að teljast ágætt miðað við síðu sem aldrei er auglýst. Ég vona svo innilega að áframhald verði á heimsóknum á síðuna. Í sumar (frá apríl út ágúst) mun ég starfa áfram hjá Fisherman á Suðureyri og mun því færa inn reglulegar fréttir að heiman. En þangað til, væri gott að fá smá aðstoð við efni.

Kveðja

Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022 

Ábendingar um fréttir eða annað tengt Súgandafirði eða Súgfirðingum

Lesendur síðunnar eru loksins byrjaðir að senda inn myndir og efni sem hefur verið sett hér á Veisla 20síðuna með mikilli gleði. Þakka ég mikið fyrir það. Eins og allir vita, þá er öll mín vinna við síðuna framkvæmd af áhuga um Súgfirðinga og Súgandafjörð og öllu því sem tengir okkur við átthagana. Heimamenn hafa líka sent inn myndir og frásagnir sem skiptir okkur máli þ.e.a.s. fyrir þá sem vilja fylgjast með hvað er að gerast fyrir vestan sem og hér á höfuðborgarsvæðinu.

Þessi síða verður aldrei öflug né lifandi ef lesendur leggja henni ekki lið. Því bið ég alla sem vilja og geta að senda nýjar eða gamlar myndir á robert@skopmyndir.com ásamt myndatextum. Einnig væri líka gaman að fá myndir og frásagnir af Súgfirðingum sem eru jafnvel á faraldsfæti, saumaklúbbum, gönguklúbbum, matarklúbbum og öðru áhugarverðu efni sem ekki endilega er stórfrétt. Margt smátt gerir eitt stórt. Einnig væri ég glaður ef fleiri rituðu í athugasemdir og í gestabókina.

Kveðja

Róbert


Morgunganga á Esjuna

Nokkrir eldsprækir Súgfirðingar gengu á Esjuna í morgun, laugardaginn 10. jan, en það voru þau Sisso Anna og RobbiAnna Bjarnadóttir, Sigurþór Ómarsson og Róbert Schmidt. Anna Bjarna fór fyrir 25-30 manna hópi nema frá Akranesi en við Sigurþór fórum auðveldari og lengri leiðina upp fjallshlíðina en urðum þó á undan hópnum upp að Steininum stóra sem er skammt frá efstu brúnum Esjunnar. Styttri leiðin upp var mun erfiðari eins og gefur að skilja enda brattari. Á leiðinni hittum við Sigurþór eina yngismær frá Norðfirði sem heitir Erla. Hún var ein í morgungöngu og virtist fara létt með. Erla var ekki í gönguskóm og íklædd dúnúlpu og bleikum ullarvettlingum. Hún þáði sódavatn frá okkur og kvaddi síðan skömmu eftir að hópurinn kom upp.

Anna Bjarna var fararstjóri hópsins en Anna er mikill göngugarpur Skagahopurinn Sisso og Robbiog fer víða á fjöll og oft enda í fanta formi stelpan. Krakkarnir hvíldu lúin bein og fengu sér að drekka og borða áður en haldið var niður. Við Steininn sáum við tvær rjúpur og hlaupum. Það var kærkomin tilbreyting að vera óvopnaður á fjöllum og leyfa þeim að leika sér í náttúrunni. Gangan var góð þótt veðrið hefði mátt vera betra en það rigndi og snjóaði á víxl í dag. Útsýnið var ekkert, talsverð þoka í hlíðum Esjunnar sem hindraði för margra á toppinn. Á niðurleiðinni mættum við fjölda fólks á uppleið og þ.a.m. ungum manni með smáhund og voru þeir félagar að ganga á Esjuna í sjöunda skiptið. Stefnt er að Súgfirðingar mæti í Esjugöngu alla laugardaga kl 10.00.

Kveðja

Róbert

Suðureyrarkirkja úr piparkökudeigi

Sudureyrakirkjapiparhus 1Hún Rannveig Magnúsdóttir (dóttir Ágúst og Magga Sigga á Suðureyri) bjó til eftirlíkingu af Suðureyrarkirkju úr piparkökudeigi sem sést hér á myndunum. Frábær smíð hjá Rannveigu og til hamingju með verkið. Sudureyrakirkjapiparhus 2

Þakka Ágústu Gísla fyrir myndirnar :)

Kveðja

Róbert
robert@skopmyndir.com


Egill Kristjánsson sjómaður á Suðureyri er Vestfirðingur ársins

Vestfirðingur ársins 2008 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is er Egill Kristjánsson, 88 ára Egillafhending1sjómaður á Suðureyri við Súgandafjörð. Egill stundar enn sjóinn og er hreystimenni mikið samkvæmt ummælum lesenda bb.is. „Hann er hornsteinn vestfirsks samfélags, lifandi fyrirmynd fyrir unga sjómenn, hörkutól og einstakt góðmenni,“ voru ein ummælin. Í viðtali við Egil í Bæjarins besta sem kemur út í dag kemur fram að honum hefur aldri orðið misdægurt á lífsleiðinni og aldrei misst dag úr vinnu á sinni starfsævi sem spannar þrjá aldarfjórðunga. Egill er áttundi Vestfirðingurinn sem hlýtur þessa nafnbót og óskar bb.is þessari hetju alþýðunnar til hamingju með það.

Í öðru sæti á vali á Vestfirðing ársins 2008 var Önundur Hafsteinn Pálsson á Flateyri, stofnandi og eigandi upptökuversins Tanksins í Önundarfirði. Önundur þykir hafa sýnt dugnað og bjartsýni við uppbyggingu fyrirtækisins og sannað að hægt er að framkvæma stórhuga hugmyndir utan marka höfuðborgarsvæðisins. Í þriðja sæti var Þorbjörn Steingrímsson á Garðstöðum í Ísafjarðardjúpi, Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona frá Bolungarvík var í fjórða sæti og Matthildur Helgadóttir Jónudóttir hafnaði í fimmta sæti.

Heimildir
www.bb.is
Ljósmynd: bb.is


Þrettándagleði í Brekkukoti

Þóra Þórðardóttir kennari í Súgandafirði frá 1962 hefur haldið þeim sið að bjóða öllum börnum áDSC02417IMG_0270 grunnskólaaldri í Súgandafirði til veislu á þrettándanum á heimili sitt og er þetta í 41. skipti sem boðið er til Þrettándagleði. Þóra er að kenna sinn síðasta vetur við Grunnskólann á Suðureyri en hún verður 70 ára nú í sumar.
 

Börnin kunna vel að meta þennan góða og skemmtilega sið, dansað er í kringum jólatré, jólasveinar koma í heimsókn, farið er í leiki við börnin og boðið IMG_0176er uppá súkkulaði og kökur.  Að lokum eru jólin kvödd með blysum og flugeldaskotum þar sem húsbóndinn Valgeir Hallbjörnsson stendur við stjórnvölinn. Hópurinn sem komið hefur á þrettándagleðina hjá Þóru og Valla síðastliðin 40 ár er því orðinn fjölmennur og víst er að honum fylgja góðar minningar um sanna jólagleði.

Ljósmyndir: Svava Rán Valgeirsdóttir
robert@skopmyndir.com

IMG_3882IMG_0216


Myndir frá jólaballi á Suðureyri

Emma Ævarsdóttir sendi til síðunnar myndir frá jólaballi á Suðureyri sem haldið var nýverið í jolin08 003 (2)íþróttahúsinu á Suðureyri. Eins og sjá má að myndunum mættu nokkrir jólasveinar með mandarínur og nammi í poka og síðan var gengið í kringum jólatréð að gömlum sið. Ég þakka Emmu kærlega fyrir myndirnar.

Myndirnar frá jólaballinu er að finna á myndasíðunni.

Róbert

Framkvæmdir hjá Íslandssögu

Fiskvinnsla hjá Íslandssögu hefur verið stöðug í desember og aflabrögð báta á Suðureyri ágæt þaðIslandssaga sem af er vetri. Unnið var fram til kl 14.00 á Gamlársdag en sl daga hafa staðið yfir framkvæmdir á fyrirtækinu en skipt hefur verið um gólfefni á stórum hluta húsnæðisins m.a. í vinnslusalnum að hluta, tækjasal, lausfrysti, kæli og móttökunni. Starfsmenn Íslandssögu sáu um að brjóta upp gamla gólfið og fyrirtækið Topp gólf sá um að leggja það nýja. Búist er við að full vinnsla geti hafist fljótlega eftir helgina.

Tíðarfarið fyrir vestan hefur verið ágætt í vetur. Í upphafi vetrar kom mikill hvellur og það snjóaði mikið. Eftir það hefur lítill snjór verið í Súgandafirði og nú eru snjóalög eins og að vorlagi, allt autt og snjólaust að mestu.Sudureyri

Róbert  


Fögnuðu 40 ára brúðkaupsafmæli á Gamlársdag

Hjónakornin Valgerður Hallbjörnsdóttir og Grétar Schmidt áttu 40 ára brúðkaupsafmæli á Gretar og ValaGamlársdag en það var sr Jóhannes Pálmason sem gaf þau saman á Suðureyri á Gamlársdag árið 1968 en þá voru þau bæði 21 árs gömul en höfðu verið saman í 5 ár áður en þau giftu sig. Þau hafa því byrjað saman aðeins 16 ára gömul. Þess má geta að sr Jóhannes bæði skírði, fermdi og gifti Völu og það er nú aldeilis sérstakt verður nú að segjast.

En þau hjónakornin áttu góðan dag því börnin þeirra, makar og barnabörn héldu fyrir þau matarveislu í tilefni dagsins og áttu þau ánægjulega stund saman þetta kvöld. Eins og margir Súgfirðingar skelltu þau sér síðan á áramótadansleik í Félagsheimili Súgfirðinga og tvistuðu þar eins og þeim er Vala og Gretareinum lagið enda góðir dansarar. Þrátt fyrir allt fjörið, þá héldu Grétar og Vala matarboð á Nýársdag og tóku á móti nýja árinu með bjartsýni og gleði.

Til hamingju með 40 ára brúðkaupsafmælið elsku Vala og Grétar. Megi gæfan vera ykkur áfram hliðholl í framtíðinni.

Myndirnar voru teknar í brúðkaupi Oddnýjar og Ingólfs fyrir fáeinum árum síðan.

Kveðja

Róbert Schmidt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband