Leita í fréttum mbl.is

Nýr vettlingur á Suðureyri

Þegar ég var að grúska í gömlum blaðaúrklippum rakst ég á litla saklausa úrklippu frá 3. maí 1990 sem hljóðar eftirfarandi:

NÝR VETTLINGUR Á SUÐUREYRI
-fimm listar í framboði

Fram er kominn nýr listi á Suðureyri sem nefnist Nýr vettlingur. Þetta er fimmti listinn sem kemur þar fram nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Á síðasta kjörtímabili voru þar aðeins tveir listar, það er B-listi Framsóknarflokks og L-listi óháðra. Í ár bjóða fram fimm listar eins og áður segir en það eru B-listi Framsóknarflokks og lýðræðissinna, E-listi Alþýðuflokks og félagshyggjumanna, G-listi Alþýðubandalags, H-listi óháðra og Z-listi Nýs vettlings.

Nýr vettlingur er þannig skipaður:

1. Steingrímur Á. Guðmundsson verslunarmaður
2. Karl Steinar Óskarsson sjómaður
3. Arnar Barðason útgerðarmaður
4. Kristján Víðir Kristjánsson útgerðarmaður
5. Þorsteinn Guðbjörnsson útgerðarmaður
6. Vikar Freyr Oddsson stýrimaður
7. Róbert Schmidt fréttaritari
8. Sigurður Þórisson skipstjóri.

Á Suðureyri búa nú 394 og af þeim eru 245 á kjörskrá. Alls eru 50 manns í framboði til sveitarstjórnarkosninga, eða 20,41% af öllum kosningabærum íbúum á Suðureyri. Þetta samsvarar því að 14.500 Reykvíkingar væru í framboði í ár.

Helga Guðrún, DV, Ísafirði
3. Maí 1990

Svo mörg voru þau orð. Ég á einhverstaðar ljósmynd af okkur "Vettlingunum" enda var þetta framboð meira gert í gríni en alvöru. Helsta ástæðan fyrir framboðinu var sú að okkur fannst þetta vera komið í bölvaða vitleysu á Suðureyri, að 4 listar væru í framboði í svona litlu samfélagi. Og við prófuðum bara að safna meðmælendum á blað, stilltum upp á lista og settum fram ýmsar tillögur á blað og þetta var innsiglað korter í miðnætti til Gests Kristjánssonar hreppstjóra sem veitti gögnunum viðtöku. Málið var ekki flóknara. Mikið var rætt um Nýjan vettling á Suðureyri og sumir urðu blóðillir yfir þessum fíflalátum. Spennan var mikil þegar atkvæði voru talin og það munaði aðeins örfáum atkvæðum að Nýr vettlingur fengi inn mann í sveitarstjórn.

Ps. ég mun halda áfram að birta hér, af og til, úrdrætti úr gömlum fréttum frá Súgandafirði en hvet lesendur að senda nú inn minnispunkta og annað sem gæti verið skemmtilegt að birta.

Kveðja

Róbert
robert@skopmyndir.com


Súgfirskar blómarósir

Hér er ein mynd af nokkrum súgfirskum blómarósum sem tekin var fyrir ca 9-10 árum síðan. Þær File0001-1 copyþekkja allir vel enda rómaðar fyrir kátínu og partýgleði. Gaman væri að fá sendar fermingarmyndir af nokkrum árgöngum til birtingar á síðunni eða í myndasafnið.

Á myndinni eru: Svanhildur Halldórs, Kristín Einars, Inga Guðmunds og Fríða Bára Valgeirs.

Kveðja

Róbert


Hallbjarnarbragur

Eins og margir Súgfirðingar vita, þá var Guðni "Kóngur" Guðmundsson mikill hagyrðingur og samdi Hallbjorn Gudmundssonmargar ódauðlegar vísur. Vil ég rifja upp frægan brag er Guðni orti um Hallbjörn Guðmundsson (Halla Bjössa) á sínum tíma og var þessi bragur sungin í rútum og við ýmis mannamót árum saman og þá gjarnan undir laginu: Fyrr var oft í koti kátt. Ekki man ég nákvæmlega hvernig þessi rómaði bragur Guðna var en þeir sem hafa hann á 100% hreinu, mega endilega senda mér síðustu vísurnar og leiðrétta ef rangt er farið með. Bragurinn er samin um lítið ferðalag Bjössa frá gatnamótum á Botnsheiðinn áleiðis til Suðureyrar fótgangandi.

Með fullri virðingu við Bjössa og Guðna, þá ætti það að vera óhætt að birta þennan brag hér á síðunni enda gert til gamans. Þeir hefðu örugglega samþykkt það báðir tveir.

Hallbjarnarbragur

Hallbjörn yfir heiði gekk,
hafði á ýmsu gætur.
Vænan sjúss af Wískí fékk,
varla stóð í fætur.

Er Hallbjarnar var hálfnuð leið,
hýrnaði yfir kalli.
Framundan var gatan greið,
garpur varðist falli.

Þú sem margar byrgðar berð,
sem berserkja er siður.
Í stóru beygju á fullri ferð,
fram af steyptist niður.

Á það hefur Bjössi bent,
er byrjar í sig að skvetta.
Að það er ekki heiglum hent,
að hendast niður kletta.

Vasapelinn virtist frá,
var það mikill skaði.
Hallbjörn niðr'í lautu lá,
líkur sauðataði.

Höf: Guðni Guðmundsson
Suðureyri.

Meðfylgjandi mynd tók ég af Bjössa 17. júní hér um árið skömmu áður en hann hætti að hlaupa víðavangshlaup Stefnis. Blessuð sé minning Bjössa og Guðna. Þeim munum við aldrei gleyma.

Róbert
robert@skopmyndir.com


Nýjar myndir komnar inn

Þeir sem hafa ekki áttað sig á myndaalbúmunum, þá þarf að smella á Myndaalbúm vinstra megin á A 8forsíðunni til að fá upp öll albúmin. Aðeins brot af þeim sést á forsíðunni. Nú hefur verið bætt í myndasafnið m.a. 18 myndum frá 30 ára fermingarafmæli árgangana 1964 og 1965 sem fram fór á Sæluhelginni í sumar. Einnig setti ég inn nokkrar myndir frá Skötuveislu sem Magnús Friðjónsson bauð til í desember 2006. Gamlar myndir eru í sér möppu en þar á eftir að bætast við þegar líður á. Fiskiveisla Klofnings og Íslandssögu frá því í sumar er komin í myndasafnið eða 58 myndir sem og fleiri myndir frá Sæluhelginni 2008, alls 125 myndir.

Læt þetta duga að sinni. Munið að skrifa í gestabókina.

Róbert

Púkarnir á leið í skólann

Ellert Guðmunds sendi mér þessa bráðskemmtilegu mynd sem faðir hans tók af okkur skólabræðrum suðureyrarpúkarRóberti, Ellerti og Arnari Guðmunds fyrir framan húsið hans Ella við Aðalgötu. Líklega höfum við púkarnir verið á leið í skólann þegar myndin var tekin og aldurinn, hmm....ca 7-8 ára gamlir.

Gaman að þessu. Takk fyrir myndina Elli Wink

Kveðja

Róbert

Góðar móttökur

Á fyrsta degi þessa bloggs voru 153 innlit og 3.292 flettingar sem er nú bara ansi gott miðað við aðSugandafjordur II 500 engin kostnaðarsöm auglýsing fór fram á síðunni. Við skulum vona að Súgfirðingar sem og aðrir nýti sér þennan gagnagrunn áfram í framtíðinni enda skemmtilegt að skoða myndir frá heimahögunum. Svo væri nú gaman að fá hugmyndir frá ykkur sem og myndir við tækifæri.

Ps. ég setti inn um 300 myndir á síðuna í gærdag og mun halda áfram að hlaða inn efni eftir því sem ég get næstu daga. En það skal tekið fram að á sugandi.is átti ég 1.000 ljósmyndir sem verða allar og rúmlega það færðar hingað yfir.

Róbert

Diskótekið María

Hver man eftir Diskótekinu Maríu á Suðureyri? Jú, ég held að þeir séu þó nokkrir sem muna það enDiscotekid Maria copy  þó ekki allir. Þetta fræga diskótek stofnuðu þeir Marner Jensen, Halldór Schmidt og Björn Gíslason en það eru þeir sem prýða þessa ljósmynd sem ég tók árið 1979 eða fyrir hartnær 30 árum síðan á árshátíð Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri. Dóri bróðir hefur þá verið 17 ára gamall. Líklega var Kitti Kalli (Kristinn Karl Ólafsson) í þessu diskóteki líka, man það ekki alveg.

Suðurvers-kerran var mikið brúkuð á sínum tíma þegar þeir félagar héldu partý hér og þar um þorpið. Hátalararnir voru á stærð við þvottavélar og hljómflutningsgræjurnar, sem voru flestallar af gerðinni Marantz, voru í risastórum skáp sem var á stærð við meðalstóran ísskáp í dag. Ég tala nú ekki um snúrufarganið sem fylgdi þessu. Ég man líka að þetta var mikið fyrirtæki fyrir þá strákana að tengja vírana á milli tækja. Og athugið það gott fólk, þá var bara gamli góði vínyllinn brúkaður hvort sem plöturnar voru rispaðar eða ekki. Þeir þurftu að tipla á tánum á sviðinu í félagsheimilinu til að nálin hoppaði ekki á plötunni. Bjössi átti stundum erfitt með það og stundum komu ballgestir uppá sviðið til að fá óskalag leikið og þá fór allt fjandans til.

Læt fylgja með eina skemmtilega mynd sem var tekin sama ár (1979) af þeim systrum Jónu og ElmuJona og Elma Diego copy  Diego í dansfíling á Pallinum. Líklega hafa þeir félagar úr Diskótekinu Maríu séð um tónlistina þá eins og alltaf.

Kveðja

Róbert

Frábært myndskeið frá Suðureyri

Á Youtube.com er að finna frábært myndskeið frá mannlífinu á Suðureyri sem líklegast er tekið af honum Agli Guðjónssyni (eiginmaður Lovísu Ibsen) ef ég fer rétt með. Ef einhver veit betur, þá væri gott á fá leiðréttingu. En kíkjum á þetta myndskeið sem er einstakt. Myndskeiðið er tæplega 10 mín að lengd. Njótið vel.



Róbert

Gömlu kempurnar úr Stefni

Meðfylgjandi ljósmynd tók ég fyrir mörgum árum á malarvellinum á Suðureyri í júnímánuði þegar Stefnir 1000"gömlu kempurnar" úr Stefni mættu á völlinn til að rifja upp góð kynni og sýna góða takta. Á myndinni eru þeir: Ágúst og Grétar Schmidt, Ebbi, Steini og Óli Binnu, Maggi Siggi og Svenni Jóns. Tóku þeir smá leik við yngri kynslóðina til gamans og það var að sjá að þeir höfðu litlu gleymt þó svo stirðleikinn væri pínulítið meiri en hér áður.

Gaman að þessu. Ef einhver á gamlar myndir úr boltanum, endilega sendið mér þær á robert@skopmyndir.com

Róbert

Ný bloggsíða fyrir Súgfirðinga

Með þessu nýja bloggi sudureyri.blog.is er ætlunin að birta frásagnir, fréttamola, ljósmyndir og Golturinn og Brjoturinnannað skemmtilegt efni frá Súgandafirði og Suðureyri sem og frá mannlífinu á þessum frábæra stað. Lesendur geta tekið þátt í að móta síðuna með því að skrifa athugarsemdir við bloggið, senda inn ljósmyndir ofl á vonandi jákvæðan hátt. Einnig væri gott að fá innsendar myndir og fréttaskot frá lesendum sem tengist Súgandafirði eða Súgfirðingum á einhvern hátt. Hægt er að senda uppl og myndir á eftirfarandi netfang: robert@skopmyndir.com

Ps. Munið að skrá nafn ykkar í gestabókina Wink Sýnið þolinmæði, því það tekur dágóðan tíma að hlaða myndunum inn á síðurnar.

Kær kveðja

Róbert Schmidt


« Fyrri síða

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband