12.12.2008 | 11:52
Stefnir United með skötuveislu
Upphaflega hófst þessu matarveisla fyrir nokkrum árum þegar Stefnismenn á höfuðborgarsvæðinu spiluðu fótbolta vikulega í Valsheimilinu. Var það Magnús Erlingsson sem tók að sér fyrstu veisluna, síðan kom Robbi Schmidt og þar á eftir Björn Guðbjörns og síðast Maggi Friðjóns. Eyþór Eðvarðs er nú gestgjafinn og stefnir í met-mætingu eða 20 manns. Eyþór en einn af fáum úr hópnum sem enn spilar fótbolta í viku hverri í Garðabæ og því er skorað á sem flesta að mæta í boltann og rifja upp gamla Stefnis-takta. En það verður tekið hressilega á skötunni í kvöld og eins og sönnum Súgfirðingum sæmir, þá verða fluttar margar vísur í tilefni dagsins, sungið og rifjaðar upp sögur. Einnig verður myndasýning úr síðustu veislum eftir matinn og boðið uppá villibráðar-bakka.
Myndir og frásögn frá skötuveislunni verður sett hér á síðuna um helgina þ.e.a.s. ef veislunni lýkur snemma
Læt hér fylgja eina stutta og hnitmiðaða vísu sem kom frá Birni Guðbjörns:
Bíta beit,
hef bitið í skötuna.
Skíta skeit,
hef skitið í fötuna.
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.12.2008 | 10:30
Súgfirðingar á Facebook
Ps. Sigrún Jóns á afmæli í dag,- til hamingju með daginn Sigrún mín.
Myndin er af þeim Önnu Maríu Schmidt og Ágústi Schmidt en Anna gifti sig í sumar og hún er ein af mörgum Facebook-aðdáendum.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2008 | 11:57
Skipverjar á Þerney RE gáfu milljón til Mæðrastyrksnefndar
"Svo dynja þessi ósköp yfir í haust og þá fórum við að endurmeta okkar áætlanir og hugsuðum að það væri kannski ágætt að sýna frekar samstöðu með fólki sem þyrfti á því að halda." Því var ákveðið einrómi að hætta við allar ferðaáætlanir í bili en leggja í staðinn stærsta hluta sjóðsins í gott málefni. "Það er leiðinlegt að leggjast í ferðalög þegar aðrir hafa það svona skítt, og við höfum fylgst með Mæðrastyrksnefnd í gegnum tíðina og því óeigingjarna starfi sem þar fer fram," segir Kristinn og vonar að aðrir feti í sömu fótspor.
"Við hvetjum alla til að sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum, smátt eða stórt, allt skiptir máli."
Heimildir: Morgunblaðið 27. nóvember 2008.
Þar höfum við það, strákarnir á Þerney RE eru gjafmildir og það er virðingarvert að gefa svona stóra upphæð til góðgerðarsamtaka eins og Mæðrastyrksnefndar, sérstaklega á þessum síðustu og verstu tímum. Ég vildi bara skella þessari frétt hingað inn þar sem hún tengist nokkrum Súgfirðingum um borð í Þerney RE sem þar starfa og svo veitir okkur ekkert af jákvæðum fréttum í kreppunni.
Ljósm: Bergþór Guðlaugsson
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2008 | 17:29
Myndir frá Sæluhelgi 2004
http://sudureyri.blog.is/album/saluhelgin_2004/
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 13:58
Fallegar myndir frá Súgandafirði og Vestfjörðum
http://www.flickr.com/photos/druzli/page4/
Ps. Ellert Guðmundsson sendi mér aðra slóð á fallegar ljósmyndir frá Súgandafirði:
http://www.flickr.com/photos/fridgeirsson/2960400614/
Með kveðju
Róbert
robert@skopmyndir.com
Bílar og akstur | Breytt 17.11.2008 kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2008 | 13:19
Gamlar myndir frá Sr Jóhannesi Pálmasyni
Meðfylgjandi mynd er frá stórbrunanum í Fiskiðjunni Freyju (eða Ísver) en þar má sjá bræðurna Friðbert og Leó Páls ásamt slökkvistjóranum Guðjóni Jónssyni. Eins og sjá má er slökkvibíllinn ansi rýr en vel keðjum búinn.
Hér er myndabankinn hans Sr Jóhannesar:
http://sudureyri.blog.is/album/myndir_fra_johannesi_palmasyni/
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
10.11.2008 | 18:55
Gölturinn úr hafinu rís
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
10.11.2008 | 13:56
Rauðmagar í reyk
Það er skemmtilegt að sjá hvað þessir karlar eru duglegir að dunda sér við sjóinn, hvort sem það er við veiðar eða verkun. Þeir viðhalda hefðinni og standa sig vel enda með allt á hreinu.
Róbert
10.11.2008 | 12:40
Flóð drap fé í Staðardal
Karl Guðmundsson bóndi í Bæ sagði að hann hefð misst 21 kind og 3 hrúta í miklu flóði sem kom úr Vatnadal. Snjókoman og skafrenningurinn í óveðrinu í október stíflaði ána fyrir innan Bæ og þegar hlánaði, brast stíflan og mikið flóð flæddi yfir túnin með þeim afleiðingum að kindurnar drukknuðu. Þorvaldur Þórðarson bóndi á Stað missti eina kind í flóðinu. Í sl viku hefur snjóinn tekið verulega upp og er svo að segja snjólaust í firðinum þegar þetta er ritað.
Kveðja
Róbert
30.10.2008 | 15:10
Færeyjar
Frændur okkar Færeyingar hafa lánað þjóðarbúinu nokkra milljarða í kreppunni enda eru þeir vinir okkar. Eins og allir Súgfirðingar vita, þá bjuggu margir Færeyingar á Suðureyri um tíma og einhverjir búa þar enn. Vegna þeirra miklu tengsla á milli Súgfirðinga og Færeyja, þá hef ég stofnað sérstakt myndaalbúm frá Færeyjum hér á síðuna. Myndirnar tók ég í ferð minni á Ólafsvöku fyrir nokkrum árum síðan. Heimsótti Eyjon og Eilín sem og Sigga bróðir hans í Þórshöfn og fjölskyldu hans. Var mér boðið til veislu og þar flaut allt í ákavíti og skerpukjöti. Meiriháttar gaman að sækja Færeyjar heim og ég skora á alla að skella sér þangað í heimsókn sem allra fyrst.
Lengi lifi Færeyjar
Hér er svo tengill á albúmið: http://sudureyri.blog.is/album/fareyjar/
Róbert
robert@skopmyndir.com
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)