3.4.2009 | 17:24
Áfengi í póstkröfum
16. febrúar 1984
Tilkynning: Discotekið sem halda átti sl laugardag, en var frestað, verður haldið laugardaginn 18. febrúar. Gárungarnir segja að frestunin hafi stafað af því að veigarnar bárust ekki í tæka tíða.
Svona var þetta í gamla daga


Kveðja
Robbi Schmidt
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2009 | 10:01
Sunna Sturludóttir valin í æfingahóp landsliðs kvenna
Ísfirðingurinn (Súgfirðingurinn) Sunna Sturludóttir (dóttir Sturla Páls og Ragnheiðar) hefur verið valin í 25 stúlkna æfingahóp fyrir 15 ára landslið kvenna í körfuknattleik. Sunna er leikmaður 9. flokks kvenna hjá KFÍ. Hún er ein af lykilleikmönnum í sínum flokki og hefur bætt sig mikið í vetur. Við óskum henni til hamingju með þessa jákvæðu viðurkenningu að vera valin í æfingahóp landsliðs kvenna í körfuknattleik.
Heimildir www.bb.is
Ljósmynd www.bb.is
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 23:32
Gamlir fréttamolar úr Eyrarpóstinum
Eyrarpósturinn
14. nóv 1984
"Hitaveitan bilaði í gær. Búist er við að bilunin finnist ekki fyrr en undir kvöldið og að viðgerð geti tekið 2-3 sólahringa. Á meðan liggur öll starfsemi Grunnskólans og Tónskólans niðri, en hefst strax aftur, þegar hitaveitan kemst í lag."
"Kjartan Rafn og Oddur hringdu og kvörtuðu yfir miklum hálkublettum víða og tiltóku sérstaklega gangstéttina við Túngötuna á leið til skólans og hjá stiganum fyrir ofan Kaupfélagið. Þarna þyrfti að bera sand á,- sögðu þeir félagar."
Eyrarpósturin
7. nóv 1984
"Maður hafði samband við blaðið og var óhress yfir þeirri "skemmdarstarfsemi", eins og hann orðaði það, sem börn og unglingar hefðu gagnvart ísnum á tjörninni. Hann næði nálega aldrei að frjósa, því hann væri brotinn áður og þarna færi prýðis skautasvell forgörðum."
Eyrarpósturinn
31. okt 1984
Gripið niður í samþykkt um hundahald í Suðureyrarhreppi:
"Hundahald er bannað í Suðureyrarhreppi. Frávik heimil til lögregluyfirvalda, blindra, fólks með sálræn vandamál og fyrir minkahunda. Leyfishöfum ber að skrá hunda sína, greiða skráningargjald, ábyrgðartryggja þá og hlíta ennfremur reglum um hreinsun hunda. Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í taumi í fylgd með aðila, sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hunda inn í samkomuhús, skólahús, matvöruverslanir eða aðra staði, þar sem matvæli eru um hönd höfð. Heimilt er að aflífa óleyfilega hunda 10 dögum eftir að þeir hafa verið færðir í sérstaka hundageymslu á vegum Suðureyrarhrepps, hirði eigendur ekki um að ráðstafa þeim og greiða áfallinn kostnað."
Þar höfum við það

Bílar og akstur | Breytt 3.4.2009 kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 10:26
26 ára gamall Stefnisleikur sýndur á Suðureyri 10. apríl

Björn Guðbjörnsson segir stuttlega frá þessari leiktíð ásamt tölfræði og öðrum áhugarverðum upplýsingum. Valinn verður maður leiksins sem fær að launum fallegan verðlaunagrip. Heiðursgestir kvöldsins verða þeir Arnar Guðmundsson, Þorsteinn Guðbjörnsson og Jens Daníel Holm en þeir tóku þátt í umræddum leik ásamt Birni Guðbjörnssyni. Þessir fjórir fulltrúar liðsins verða vonandi allir á staðnum.
Einnig er stefnt að sýna gamlar myndir frá knattspyrnuleikjum Stefnis á Suðureyri. Þeir sem kunna að eiga í fórum sínum gamlar myndir (í lit eða svarthvítar) eru beðnir um að senda þær á tölvutæku formi á robert@skopmyndir.comeða hafa samband við Róbert Schmidt í s: 8404022.
Allir innilega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stefnismenn vilja þakka Íslandssögu kærlega fyrir afnot af húsnæðinu undir þennan skemmtilega viðburð.
Meðfylgjandi ljósmynd var tekin á Melavellinum í Reykjavík 25. júní 1983 eða viku eftir leikinn við Aftureldingu.
Áfram Stefnir
Stefnir United
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 10:08
Páskamót í blaki á Suðureyri 10. apríl

Þátttökugjald pr haus er kr. 500. Innifalið er aðgangur að sundlaug Suðureyrar í mótslok. Óvænt verðlaun afhent í lok mótsins.
Allir áhugamenn um blak á Suðureyri og nærliggjandi stöðum eru velkomnir á þetta skemmtilega Páskamót í blaki. Hristum af okkur slenið og drífum okkur á völlinn.
Skráðu þig núna

Súgfirskar blakáhugakonur- og menn
Meðfylgjandi mynd tók Halldór Sveinbjörnsson / Ágúst G Atlason.
Heimildir: www.hsv.is/skellur
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 00:09
Stefnismenn rifja upp 26 ára gamlan leik

Þeir sem mættu í Fellsmúlann ásamt gestgjafanum voru þeir Magnús Guðfinnsson, Magnús Erlingsson,

Jens Daniel Holm
Örn Sævar Holm
Magnús Erlingsson
Þorsteinn Erlingsson
Björn Guðbjörnsson
Arnar Guðmundsson
Guðmundur Vignir Friðjónsson
Gunnlaugur Guðleifsson
Þorsteinn Guðbjörnsson
Rögnvaldur Guðmundsson (Flateyri)
Halldór Antonsson (Ísafirði)
Varamenn voru þeir Hjálmar Erlingsson og Hlynur Jensson.
Dómari var Garðar Smári Gunnarsson frá Ísafirði.
Leikurinn var hin besta skemmtun að horfa á og margir snilldar taktar voru sýndir á grýttum malarvellinum

Það var mikið hlegið í stofunni hjá Birni þetta kvöld og svo voru mörg atriði úr leiknum sýnd aftur. Kom

Að lið frá 450 manna sjávarþorpi vestur á fjörðum skuli hafa náð jafntefli við knattspyrnulið frá 2500 manna bæ að sunnan þótti nú bara andskoti góður árangur en sjálfsögðu áttu Stefnismenn að vinna leikinn. Einhverjir sögðu að Halli Bjössi hafði sett álög á Stefnisliðið fyrir leiktíðina þegar hann komst ekki með á Ísafjörð til að horfa á leik með liðinu og sagði við þá og veifaði fingri til þeirra Þið vinnið ekki einn einasta leik í sumar Samkvæmt tölfræði sumarsins var fátt um sigra en ansi mörg jafntefli og voru álögin frá Hallbirni því talin vera helsta ástæða fyrir frekari sigurgöngu Stefnismanna þessa leiktíð.
Eftir áhorf leiksins var klappað fyrir leikmönnum og síðan var kosið um mann leiksins. Þjálfarinn fékk að

Fleiri myndir er að finna í myndaalbúminu á síðunni.
Með Stefniskveðju
Róbert Schmidt
Bílar og akstur | Breytt 31.3.2009 kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 11:11
Rauðmagavertíðin hafin í Súgandafirði

Kveðja
Róbert
24.3.2009 | 14:31
Hollvinasamtök FSÚ stofnuð
Hollvinasamtök Félagsheimili Súgfirðinga / FSÚ, héldu stofnfund á Suðureyri 20. mars sl en samtökin vilja hlúa að gamla félagsheimilinu og endurbyggja það með aðstoð einstaklinga og fyrirtækja. Stjórn FSÚ var kosin á fundinum en hana skipar eftirfarandi aðilar: Óðinn Gestsson formaður, Erla Eðvarðsdóttir ritari, Vernharð Jósefsson gjaldkeri og meðstjórnendur eru þau Halldóra Hannesdóttir og Leifur Blöndal. Varamenn eru Ævar Einarsson og Valur Valgeirsson. Skoðunarmenn reikninga eru Ágústa Gísladóttir og Sigurður Ólafsson.
Á stofnfundinum færði Guðni Einarsson samtökunum eina milljón króna fyrir hönd stjórnar Klofnings. Þá tilkynnti Óðinn Gestsson um gjöf uppá 1,5 milljónir króna frá Íslandssögu ehf og tengdum fyrirtækjum. Alls hafa 150 manns skráð sig sem stofnfélagar FSÚ á Facebook. Hvíldarklettur ehf hefur boðist til að sjá um lóðafrágang við húsið og Mansavinir færðu samtökunum peningagjöf upp á 250 þúsund krónur auk 40 þús kr framlags frá áramótadalsleik sem áhugamenn héldu.
Á stofnfundinum var einnig ákveðið að ganga til viðræðna við eigendur félagsheimilisins um að þeir velti fyrir sér hver framtíð hússins geti verið. Samkvæmt uppl samtakana eru eigendur hússins Ísafjarðarbær sem á 55%, Verkalýðsfélag Vestfirðinga 15%, Íþróttafélag Stefnir 15%, Kvenfélagið Ársól 15%. Erindi samtakana var tekið fyrir á fundi bæjarráðs og bæjarstjóra falið að ganga til viðræðna við stjórnina.
Á fundinum var einnig samþykkt að allir geta orðið stofnfélagar sem skrá sig fyrir 17. júní nk á netfangið: fsug@visir.isTaka þarf fram kennitölu og netfang viðkomandi. Félagsgjald í FSÚ er kr. 1000.
Heimildir www.bb.is
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2009 | 14:19
Hvíldarklettur auglýsir eignir sínar til sölu

Heimildir www.bb.is
27.2.2009 | 10:55
Grímudansleikur á Suðureyri
Miðvikudaginn 25. Feb. stóð Íþróttafélagið Stefnir og Foreldrafélag Grunnskólans fyrir árlegu maska-dansleik í Fsú. Að vanda mættu margar furðuverur á dansleikinn þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og síðan stiginn dans á eftir. Aðstandendur voru sammála um að í ár hefði þátttakan verið óvenju góð og búningar barnanna verið vandaðir og ljóst að margir höfðu lagt á sig mikla vinnu við gerð búninganna. Þegar dansleiknum lauk gengu börnin í hús á Suðureyri og sungu fyrir heimamenn. Að launum fengu þau eitthvað gott nammi frá húsráðendum. Það voru því mörg börn sem sofnuðu þreytt þetta kvöldið, með leifar af málningunni enn í andlitinu og létu sig dreyma um fullan nammipoka sem biði þeirra næstu dag.
Kveðja
Sturla Páll Sturluson
Suðureyri
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)