30.4.2009 | 22:57
Fyrsta kindin á Bæ bar fimm lömbum
Samkvæmt heimildum bar fyrsta kindin á Bæ í Súgandafirði í gærdag (miðvikudag) fimm lömbum sem verður að teljast ansi mikið ef miðað er við venjulegan sauðburð. Hjónin Ingibjörg og Karl Guðmundsson eru ábúendur á Bæ og er greinilegt að vorið er komið í sveitina hjá þeim hjúum. Frjósemin virðist vera einstaklega mikil hjá þessari kind á Bæ og forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig sauðburðurinn þróast þar áfram næstu daga og vikur.
Á myndunum eru Kalli í Bæ að marka lömbin sín og Birta Rós og Matthildur gefa lambi mjólk úr pela.
Myndirnar tók Guðrún Margrét Karlsdóttir
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt 2.5.2009 kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.4.2009 | 22:46
Valli búinn að landa rúmlega 500 rauðmögum
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 18:06
Bobby bátarnir sjósettir á Suðureyri
Búið er að færa þrjú sumarhús sem staðsett voru í miðju kauptúninu inn að knattspyrnuvellinum við Lónið þar sem þau munu standa um ókomna framtíð. Enn er eftir að leggja lagnir og tengja bústaðina á nýju uppfyllingunni sem verður gert um leið og snjórinn er farinn og veður verður skaplegt. Komandi sjóstangaveiðivertíð leggst vel í mannskapinn og verið er að leggja síðustu hönd á skipulagningu og frágang áður en erlendu veiðimennirnir mæta vopnaðir stöngum og skutlum með "stórlúðu" glampann í augunum.
Myndirnar tók undirritaður í dag þegar Bobby bátarnir voru sjósettir og komið fyrir á flotbryggjunum í smábátahöfninni á Suðureyri. Um borð í bátunum eru þeir Kjartan Þór Kjartansson og Guðmundur Svavarsson.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2009 | 12:30
Endurbætur á Súgfirðingasetrinu að hefjast
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2009 | 20:18
Lilja Rafney á þing fyrir VG
Aðspurð um breytingar á búsetu vegna þessarar nýju stöðu, kvaðst Lilja þurfa að skoða húsnæði á Reykjavíkursvæðinu næstu daga en hún ætlar þrátt fyrir störf sín fyrir sunnan að koma vestur eins oft og hún getur enda á hún fjölskyldu á Suðureyri. Eiginmaður Lilju er Hilmar Gunnarsson vörubifreiðastjóri og vélaviðgerðamaður. Ég óska Lilju til hamingju með glæstan árangur í alþingiskosningunum og baráttukveðjur á þingið.
Ljósmynd: bb.is
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 16:20
Pönnukökur í tilefni dagsins
Þrátt fyrir ofankomu og leiðinda veður á þessum fyrsta degi sumars tekur fólk þessu með jafnaðargeði og brosir. Ég hitti hana Debbie sem var að losa lyftarann sinn á planinu á milli áhaldahússins og Klofnings og hún var hin hressasta enda nýbúin að sporðrenna pönnukökum frá kvenfélaginu. Nokkrir starfsmenn Klofnings voru að spyrða keilur í dag sem keyptar voru á markaði. Þær yrðu síðan hengdar upp á hjallana í Önundarfirði áður en helvítis flugan vaknar af vetrardvalanum.
Síðan hitti ég tvær hressar hnátur að renna sér í snjónum á sundlaugarkút og þær sögðu að það væri nær að segja "Gleðilegan vetur" í stað gleðilegs sumars. Svo tóku þær eina bunu niður brekkuna þar sem áður stóð húsið þeirra Pálínu og Sturla Ólafs. Veðurspáin er ekki sérlega hagstæð fyrir kvöldið og morgundaginn, áframhaldandi norðanátt með ofankomu. Sumarið er alla vega ekki á bakvið næsta hól í bili
Fleiri myndir frá Sumardeginum fyrsta er að finna í myndaalbúminu á síðunni.
Með sumarkveðju
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2009 | 10:48
Sumardagurinn fyrsti opnaði með snjókomu
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist 2,4 stiga frost á Seljalandsdal við Ísafjörð og 1,9 stiga frost í Árnesi og 1,3 stiga frost að Hjarðarlandi í Árnessýslu. Tekkið skal fram í öllum tilvikum er um mælingu í tveggja metra hæð að ræða og ekki ólíklegt að frost hafi verið meira við jörð.
Í Reykjavík fór hitinn lægst í 0,9 gráður í nótt en við jörðu fór hann lægst í 1,1 stigs frost. Margir ökumenn fóru ekki varhluta af hálkunni í morgunsárið og hefur verið mikið annríki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölda umferðaróhappa.
Gleðilegt sumar þrátt fyrir að veturinn sé hér enn
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 18:59
Jens Daníel Holm maður leiksins
Nýverið hittust nokkrir Stefnismenn í Reykjavík til að horfa á 26 ára gamlan knattspyrnuleik sem tekinn var upp á myndband þegar liðið lék við Aftureldingu á Skeiðinu á Ísafirði 18. júní 1983 í 4 deild Íslandsmóts KSÍ. Leikurinn var spennandi og ágætlega leikinn. Ákveðið var að sýna leikinn í heimabyggð liðsins, Suðureyri um páskana og var nokkrum hressum Stefnismönnum smalað saman í kaffistofu Íslandssögu til að bæði horfa á leikinn sem og að afhenda verðlaun "Maður leiksins" 26 árum eftir leikinn. Björn Guðbjörnsson sagði gestum frá markatölum og leiktíð Stefnis þetta sumarið og skólastjórinn okkar, Magnús S. Jónsson fór yfir sögu knattspyrnu Stefnis frá "Gullaldarárunum" sem þeir sem eru komnir yfir fimmtugt muna vel eftir að hafa tekið þátt í.
Eftir leikinn var "Maður leiksins" valinn en það kom í hlut Jens Daníels Holm sem stóð sig frábærlega sem markvörður í umræddum leik við Aftureldingu en þess má geta að leikurinn fór 3-3. Það var Björn Guðbjörnsson sem afhenti Jens verðlaunagrip að launum og fékk hann klapp frá viðstöddum.
Ég hef bætt nýjum ljósmyndum frá seinni áhorfi leiksins sem fram fór á Suðureyri á Föstudaginn langa inn í albúm á síðunni sem heitir Stefnir & Afturelding.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 17:57
Góð svartfuglsveiði
Fisherman leigir út Bobby-bátana á svartfuglsveiðar fyrir áhugasama veiðimenn og konur fyrir sanngjarn verð. Báturinn kostar 20.000 kr dagurinn fyrir utan olíu og er nóg af lausum bátum fyrir þá sem vilja komast á veiðar. Tilvalið fyrir 3-5 manna hóp að sameinast um einn bát og ef menn kjósa að fá með sér leiðsögumann, þá er rukkað aukalega fyrir það. Áhugasamir geta haft samband við Róbert Schmidt í síma 8404022.
Á efri myndinni eru þeir Jakob B. Grétarsson, Jón Mýrdal, Mikael Torfason og Róbert Schmidt. Atli Grétarsson var jafnfram á sama bát en hann tók ljósmyndina.
Á neðri myndinni er Svavar Guðmundsson, Magðalena Einarsdóttir, Guðmundur Svavarsson og Dúi Landmark.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2009 | 12:17
Sæluhelgarlög óskast til Mansavina
Frestur til að skila inn lagi er til sumardagsins fyrsta en tilkynnt verður um sigurlagið á laugardaginn 2. maí. Þeir lagahöfundar sem áhuga hafa getað komist í stúdíó hjá hljóðverinu Tankinum í Önundarfirði með því að hafa samband í gegnum vefinn tankurinn.com. Við skorum á sem flesta að senda inn lög en keppnin hefur legið niðri undanfarin tvö ár vegna skorts á þátttöku. Það er því spurning hvort fólk hafi notað þann tíma til að vinna að lögum, segir Ævar Einarsson, forsprakki Mansavina
Allar nánari gefur Ævar í síma 893 0960. Væntanlegir keppendur eru beðnir um að senda lögin til Ævars Einarssonar.
Heimild: www.bb.is
Ljósm: R.Schmidt