17.2.2010 | 10:42
Vetur á Suðureyri
Tíðarfarið hér á Suðureyri hefur verið með eindæmum gott það sem af er árinu. Lítill sem engin snjórhefur náð festu og um tíma var vor í lofti og engin skildi neitt í neinu á meðan allt var á kafi í snjó í Danmörku og Englandi. En svo fór að snjóa og á einum sólahring breyttist ásýnd þorpsins í vetrarbúning með ófærð og snjóbyl. Súgfirðingar sem og aðrir Vestfirðingar eru vanir miklum snjó og kippa sér lítið upp við það. Bjarni Jóhanns á gröfunni hefur unnið af krafti við að hreinsa götur og vinnusvæði með glans enda vanur ýmsu þegar að snjónum kemur.
Bátarnir hafa róið af og til þegar gefur. Aflabrögðin verið bara fín eða frá 3-7 tonnum á bát. Steinbíturinn er aðeins farinn að láta sjá sig. Prófað var að beita loðnu um sl helgi en það fékkst
lítið sem ekkert á þá bala. Vitrir menn segja að loðnan sé mætt í Djúpið og ef að hún leggst hér yfir miðin, þá dregur úr aflabrögðum.
Nokkrir halda í hefðina og flaka fisk á hjall og nýta þá fáu hjalla sem eru á Suðureyri. Það er góður siður sem gott er að viðhalda. Áður fyrr flökuðu menn lúðu á hjall en það er liðin tíð. Nú fá bátarnir lítið sem ekkert af lúðu og þar fyrir utan þykir hún of dýr á hjallinn.
Læt hér fylgja með fáeinar myndir frá síðustu dögum eftir að snjóaði almennilega.
KveðjaRóbert Schmidt
Ljósmyndir: R.Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.